Hjólreiðahetja

Það er lofsvert þegar fólk leggur á sig ómælt erfiði í þágu góðs málstaðar. Alissa R. Vilmundardóttir er ein þeirra sem drýgt hafa hetjudáð. Hún hjólaði kringum Ísland á 10 dögum og safnaði áheitum handa Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum.

Við, sem höfum einungis hjólað á milli landshluta, fyllumst aðdáun og óskum henni hjartanlega til hamingju með árangurinn - hjólreiðina og söfnunina. Vonandi birtist senn við hana viðtal þar sem hún segir nánar frá ferðinni og einstökum hlutum hennar.

Enn er hægt að leggja söfnuninni lið með því að hringja í síma 9041339.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband