Hljóðblogg vekur athygli

Í síðdegisútvarpi Rásar tvö í dag var fjallað um hljóðblogg okkar Magnúsar Bergssonar. Í kjölfar viðtals við okkur og þess að flutt voru nokkur hljóðsýni hafa heimsóknir á síðuna http://hljod.blog.is orðið fleiri í dag en á þessar bloggsíður. Ýmislegt efni hefur bæst við á bloggsíðuna Hljóðrit að undanförnu og ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Vek ég einkum athygli á nýjum hljóðritum úr Kaplagjótu og Herjólfsdal auk hljóðrita frá Grímsey. Þá hafa nokkrir þættir verið settir inn á síðuna eins og t.d. Mengunarslysið um borð í Röðli 1963 og í kvöld birtist frásögn Bryndísar Bjarnadóttur frá Húsavík um það er látinn tengdafaðir hennar barg sonarsyni sínum frá bráðum bana.

Hljóðmyndasíðu Magnúsar Bergssonar má finna á

http://fieldrecording.net/

Þar er margt athyglisvert efni. Nefna má einstætt hljóðrit sem gert var í sumar í Fuglafriðlandinu í Flóa.

http://hljod.blog.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband