Styðjum Blindrafélagið

Ferðaþjónusta blindra hefur lengi verið í ólestri í Kópavogi. Þetta gildir einnig um rétt annars fatlaðs fólks sem hefur orðið að sækja rétt sinn með harðfylgi.

Í tilkynningu Blindrafélagsins er vikið að því að ástæða sé til að fatlað fólk uggi um sinn hag þegar þjónustan við fatlaða flyst alfarið til sveitarfélaganna. Á þessum síðum hefur iðulega verið varað við þessum áformum. Fulltrúar félaga og samtaka fatlaðra á Norðurlöndum hafa ítrekað varað Íslendinga við slíkum aðgerðum.

Málefni fatlaðra í Kópavogi eru ekki einkamál blindrafélagsins heldur alls fatlaðs fólks og þar með Öryrkjabandalags Íslands. Flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaganna er heldur ekki einkamál Blindrafélagsins heldur Öryrkjabandalagsins alls. Hvað segja forystumenn bandalagsins? Skorað er á þá að tjá sig á þessari síðu. Athugasemdir þeirra verða vel þegnar.

Styðjum baráttu Blindrafélagsins til aukinna mannréttinda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband