Skrýtilega hönnuð umverðarmannvirki

Viðskiptablaðið er flutt að Nóatúni 17 og þangað flutti söludeildin einnig. Þar sem ég fæst enn við að selja blaðið var ákveðið að ég færi með. Mér þótti rétt að láta á það reyna hvort ég kæmist ekki með strætisvagni í vinnuna og fékk því Baldur Gylfason, umferliskennara, í lið´með mér. Hófumst við fyrst handa á Hlemmi, en þar hef ég ekki komið í þrjú ár eða síðan ég ákvað að reyna að taka strætisvagn upp á Morgunblað, en þar vann ég sumurin 2007 og 2008.

Margt þótti mér undarlegt á Hlemmi. Yfir hverfisgötuna norðan við biðstöðina liggur gangbraut. Á miðri götu er kantur eða eyja sem sveitja verður fyrir svo að leiðin verður eins konar krákustígur. Ég hef nokkrum sinnum orðið var við slíkar gangbrautir yfir götur í Reykjavik þegar við hjónin höfum farið um borgina hjólandi og fæ ekki skilið vers vegna þær eru hannaðar með þessum hætti.

Borgaryfirvöld virðast hafa skellt skollaeyrum við ýmsu þegar umferðarmannvirkin á Hlemmi voru hönnuð. Til að mynda eru flest skilt þannig úr garði gerð að þau eru sérhönnuð til þess að valda sem mestum meiðslum ef einhver rekur sig á þau.

Á 8. og 9. áratug síðustu aldar og fram á þann 10. var náið samráð á milli borgaryfirvalda og samtaka fatlaðra. Einhvern veginn held ég að það hafi farið minnkandi á árum R-listans þar sem fulltrúar alþýðunnar voru sagðir ráða mestu. Fróðlegt væri að fregna hvernig samtökum eins og Blindrafélaginu hafi vegnað, hafi þau þá eitthvað aðhafst í aðgengismálum blindra upp á síðkastið í borginni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband