Gönguleiðsögnin í Nokiasímunum

Nú er skammt þess að bíða að ný útgáfa talhugbúnaðarins frá Code-factory, sem notaður er í farsíma hér á landi og talar íslensku, komi á markað. Prófanir hafa gengið vonum framar og lofa góðu.

Tvenns konar leiðsögn er þar fyrir gangandi vegfarendur. Önnur leiðsögnin kallast "bein lína (kannski bein leið)" og hin "Gatnaleiðsögn" (þýðing mín á direct line and Streets). Við stuttar prófanir hefur komið í ljós að fyrri leiðsögnir gefur fremur takmarkaðar leiðbeiningar. Þó er sagt hvar beygja skuli og fjarlægðin að áfangastað er gefin upp. Sé hins vegar gatnaleiðsögninni fylgt fást ítarlegar upplýsingar.

Í dag gekk ég frá Nóatúni 17 að Hlemmi og vildi leiðsögutæki símans að ég héldi mig vinstra megin á gangstéttinni. Ég held að gangstéttin þar sé ekki jafnsamfelld og að norðanverðu við Laugaveginn og hlýddi ég því ekki.

Það verður mikil framför þegar þessi hugbúnaðarbreyting kemur á markaðinn hér, en hún er einn liður þess að rjúfa einangrun blindra og örva þá til þess að fara ferða sinna á eigin spýtur.

Nánar verður fjallað um þennan hugbúnað þegar hann kemur á markaðinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband