Væntanlegar kosnigar til stjórnlagaþings - mannréttindabrot

Þjóðfundurinn 1851 var ráðgjafaþing og stjórnlagaþingið 2011 verður ráðgjafaþing. Konungur hafði tillögur þjóðfundarins 1851 að engu og líklegt er að nokkur hluti þingheims hafi talsvert við tillögur stjórnlagaþingsins að athuga. Því verða úrslitin vart ráðin þótt svo ólíklega takist til að eining náist um tillögur þingsins á meðal fulltrúa á stjórnlagaþinginu. Af þessari ástæðu hef ég ákveðið að fara ekki á kjörstað 27. nóvember.

Þá virðist mér gert ókleift að neyta atkvæðisréttar míns í einrúmi og lít ég á það sem nannréttindabrot. Hefðu menn haft dug í sér til þess að draga úr ójöfnuði við kosninguna hefði verið lafhægt að koma á rafrænni kosningu. Hún hefði nýst mun fleira fólki.

Sú aðferð, sem notuð er við kosninguna, þar sem á sjötta hundrað manns er í framboði, hlýtur að kalla á umræður um það hvort ekki eigi að beita öðrm aðferðum þegar gengið er til kosninga hér á landi. Ágætu vinur minn, sem er margvís, hefur látið sér fljúga í hug að breyta eigi reglum um þingkosningar og nota fremur slembiúrtak fremur en þá aðferð að veita stjórnmálaflokkum það umboð sem þeir hafa nú. Alþingi gæti vart versnað frá því sem nú er og sjálfsagt ekki orðið lakara en borgarstjórn Reykjavíkur. En hvorugur okkar er í framboði. Annar býr erlendis og hinum er meinuð þátttaka í kosningunum. Þar að auki er áhuginn á stjornlagaþinginu jafnlítilll og sumra ráðherra á umsókninni um aðild að Evrópusambandinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er hægt að nálgast þessar tillögur, sem hafnað var af konungi 1851?  Það væri ansi gaman að líta yfir þær.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.11.2010 kl. 00:31

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Talsvert hefur verið ritað um þjóðfundinn 1851 og þær afleiðingar sem hann hafði í för með sér. Vegna þrálátrar norðvestanáttar komust fulltrúar konungs ekki til fundarins og ýmsir fleiri urðu fyrir töfum eins og Jón Sigurðsson.

Auðvitað verður meginmunur á stjórnlagaþinginu og þjóðfundinum, enda hafa þingmenn heimild til þess að endurskoða stjórnarskrána frá grunni. Á stjórnlagaþinginu fer Alþingi að lokum með það vald sem konungur hafði áður og því óvíst hvað verður um tillögur stjórnlagaþingsins.

Þeim, sem hafa áhuga á að kynna sér hvaða stefnu þjóðfundurinn tók er bent á rit Guðjóns Friðrikssonar um Jón Sigurðsson. Einnig fjalla ýmsar sögubækur um Ísland 19. aldar um fundinn. Þá er meðfylgjandi grein að finna á http://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Ej%C3%B3%C3%B0fundurinn_1851

„Þjóðfundurinn 1851 var einn afdrifaríkasti atburður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga. Kallað hafði verið til fundarins í stað reglulegs Alþingis , sem hafði verið endurreist sex árum áður.

Fundurinn var haldinn á sal Lærða skólans í Reykjavík . Á þessum fundi skyldi taka fyrir mál er vörðuðu stjórnskipun Íslands . Þar lagði Trampe greifi fram frumvarp sem fól í sér að Ísland yrði algerlega innlimað í Danmörku , Ísland myndi hafa sömu lög og reglur og Danmörk. Alþingi yrði amtráð en Íslendingar fengju að hafa sex fulltrúa á danska þinginu .

Þjóðkjörnu fulltrúarnir voru andvígir frumvarpinu en þeir konungskjörnu mótmæltu því ekki. Trampe sá fram á að þjóðkjörnu fulltrúarnir myndu fella frumvarpið og sleit þá fundinum. Mótmælti Jón Sigurðsson þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi. Flestir íslensku fulltrúarnir risu þá úr sætum og sögðu hin fleygu orð, sem síðan eru oft kennd við Jón Sigurðsson : „ Vér mótmælum allir .““

Arnþór Helgason, 15.11.2010 kl. 07:45

3 Smámynd: Arnþór Helgason

Það vantar nokkur orð í síðustu athugasemd. Fulltrúi konungs komst ekki til þjóðfundarins fyrr en seint og um síðir vegna þrálátrar vestanáttar og svo var um fleiri fulltrúa eins og Jón Sigurðsson.

Arnþór Helgason, 15.11.2010 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband