Flestir, sem fóru að sjá myndina, væntu þess að um væri að ræða heimildamynd um vélskipið Skaftfelling VE 33, sem kom til landsins í maí 1918, en skipið var smíðað að tilhlutan Skaftfellinga. Annaðist skipið flutninga á milli Reykjavíkur, Vestmannaeyja og nokkura hafna í Vestur- og Austur-Skaftafellssýslum, þó aðallega Víkur frá því í apríl ár hvert fram í október, um 20 ára skeið. Áhugasömum lesendum skal bent á bækling um Skaftfelling og útvarps þátt á síðunni http://hljod.blog.is undir flokknum "Sögur af sjó".
Flestum sýningargestum bar saman um að myndin væri vel gerð og falleg. Skaftfellingur er umgjörð ferðalags Helga Felixsonar inn í fortíðina þar sem hann leitast við að sýna þýðingu Skaftfellings fyrir samfélagið í Vík og ást Sigrúnar Jónsdóttur á skipinu. Þannig er myndin og slík er nálgun höfundarins. Helgi leitaði víða fanga og hafði úr miklum efnivið að moða. Myndin er því ávöxtur og hugarsmíð hans fyrst og fremst.
Dálítillar ónákvæmni gætti í myndinni og skorti nokkuð á að höfundur nýtti sér þær heimildir sem honum voru fengnar. Til að mynda virtist sem Skaftfellingur hefði fyrst og fremst þjónað víkurbúum og verið eign þeirra, en svo var ekki. Að vísu er vikið að því í einni frásögn myndarinnar að kaupstaðarferðir Skaftfellinga vestur á Eyrabakka hefðu lagst af eftir að "báturinn" eins og hann var kallaður manna á meðal hóf siglingar austur í Vík. En Skaftfellingur kom víðar við. Má nefna Hvalsýki og Öræfin, en skipið fór ævinlega tær-þrjár ferðir þangað á hverju sumri. Hlutafjár til smíði skipsins var aflað um Skaftafellssýslurnar báðar. Þá var Skaftfellingur hluti samgöngukerfis Vestmannaeyinga um fjögurra áratuga skeið og efast ég um að nokkurt skip hafi þjónað Vestmannaeyingum svo lengi.
Auk þess að vera óður til þessa aldna skips er myndinn óður til genginna forfeðra og háaldraðs fólks sem segir frá. Helgi virðist hafa gott lag á að laða fram eðlilega frásögn og samtölin eru dýrmæt. Í myndinni er seilst nokkuð langt þegar fjallað er um áætlanir um vegargerð meðfram suðurströndinni til Víkur og vakin athygli á þeim gríðarlegu náttúruspjöllum sem af henni myndu hljótast. Varð mér ósjálfrátt hugsað til þess hvernig menn hafa tilhneigingu til þess að fórna öllu á altari tæknivæðingar og þæginda. Segja má að þetta hliðarspor höfundar myndarinnar sé afsakanlegt því að um samgöngumál er að ræða og Skaftfellingi var ætlað að verða samgöngubót sem hann og varð.
Óvíst er hvernig farið hefði fyrir Skaftfellingi hefði hann ekki verið tekinn til flutninga milli Vestmannaeyja og Fleetwood veturinn 1940, er Helgi Benediktsson tók hann á leigu og keypti síðan. Hlutverki hans var þá lokið enda var þá orðið bílfært astur í Vík fyrir nokkru. Kaup Helga Benediktssonar á skipinu urðu einnig til þess að Skaftfellingar fengu mestallt hlutafé sitt endurgoldið, sem þeir höfðu lagt til smíðanna á Skaftfellingi rúmum tveimur áratugum áður og Skaftfellingur var um áratugaskeið og er reyndar enn einn af fjölskyldunni.
Nú verður Skaftfellingur eign Kötluseturs sem nýlega hefur verið stofnað. Hver, sem hefur áhuga á verndun menningarminja hér á landi, má vera þakklátur hverjum þeim sem tekur að sér umsjón þeirra og varðveislu.
Mynd Helga Felixsonar er hugljúf en þörf áminnig þess að Íslendingar hugi betur að sögu sinni og náttúru en verið hefur.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Menning og listir, Samgöngur | 20.11.2010 | 10:05 (breytt kl. 10:35) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Því miður hafði ég ekki tækifæri til að sjá þessa mynd þegar hún var frumsýnd hér í Vík í haust. Flestir sem sáu hana segja þó að hún sé alls ekki tæmandi heimildarmynd um Skaftfelling og eins fannst mjög mörgum það ósmekklegt og skemmd á annars vel gerðri mynd að höfundurinn skyldi fara að setja inn í hana eigin skoðanir á vegagerð í Mýrdal og þær deilur sem um hana hafa skapast. Og hvaðan hefur þú þá fullyrðingu Arnþór, að af þessari vegagerð muni hljótast ,,gríðarleg náttúruspjöll".
Þórir Kjartansson, 20.11.2010 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.