Brýtur nauðsyn lög?

Það er einkennilegt að Norðlendingum, öðrum Íslendingum fremur, skuli svona annt um skyldmenni sín. Í sumar var það meirihluti bæjarstjórnar Akureyrar en nú er það Jón Bjarnason, fyrrum skólastjóri á Hólum. Ráðherra hlýtur ævinlega að teljast vanhæfur þegar um erað ræða skyldulið hans og því er það hin versta ósvinna að skipa son sinn til þess að fara yfir jafnviðkvæmt mál og fiskveiðistjórnarkerfið. Í öðrum löndum en Íslandi yrði slíkur ráðherra að segja af sér.

Það kann að koma upp sú staða að ráðherra eða jafnvel forseti reyni að rétta ættingjum sínum hjálparhönd ef þeir eru í lífsháska staddir. En varla hefur það verið Bjarna Jónssyni nokkur lífsháski að fá ekki að fara yfir stjórn fiskveiða á Íslandi. Þessi gerningur föður hans getur hugsanlega valdið honum ómældum skaða og nóg er af traustum líffræðingum á Íslandi.

Í stórbokkaskap sínum veit ég að nokkur hópur meðalgreindra Íslendinga er farinn að efast um ályktunarhæfni og greind sumra ráðherra ríkisstjórnarinnar og annarra þingmanna.


mbl.is Ráðherra ver ráðningu sonar síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband