Ísland er landiđ mitt

Ég hef nýlokiđ viđ ađ lesa einhverja áhrifamestu frásögn sem rekiđ hefur á fjörur mínar um langt skeiđ. Ég heyrđi af bók ţessari í fjölmiđlum og hlýddi á einn viđmćlandann flytja rćđu sem snart hjörtu ţeirra sem á hlýddu.

Bókin Ríkisfang: ekkert, sem Sigríđur Víđis Jónsdóttir hefur skrifađ og byggđ er á viđtölum viđ konur af palestínsku ţjóđerni, sem settust ađ á Akranesi áriđ 2009, lýkur upp fyrir lesendum glöggri mynd af ţeim hryllingi, sem íbúar Íraks urđu ađ ţola, eftir ađ Bandaríkjamenn réđust inn i landiđ í mars 2003 í leit ađ gereyđingarvopnum, sem aldrei fundust. Konurnar greina frá miskunnarleysinu, ofbeldinu og grimmdinni, sem losnađi úr lćđingi ţegar innviđir samfélagsins brustu. Jafnframt er brugđiđ ljósi á stöđu palestínskra flóttamanna, sem margir eru án ríkisfangs. Áhrifarík er frásögn Sigríđar af ţví ţegar hún leitađi uppi eydd ţorp, sem Ísraelsmenn (gyđingar, Síonistar) eyđilögđu og lögđu undir sig viđ stofnun Ísraelsríkis áriđ 1948. Ţá ţegar virtu ţeir enga samninga og hafa haldiđ ţví áfram undir öruggri vernd Bandaríkjamanna.

Framan af var fréttaflutningur frá Palestínu mjög litađur af hagsmunum Gyđinga og verndara ţeirra, Bandaríkjamanna og Breta, en smám saman snerust vopnin í höndum ţeirra. Til ţess ţurfti ađ vísu hermdarverk, sem öfluđu Palestínumönnum hatursmanna á međal Gyđinga og Vesturlandabúa. en ţessi hryđjuverk voru ţó smámunir einir hjá ţví sem íbúar Palestínu ţurftu ađ ţola af hálfu innrásarafla, sem studd voru af Vesturveldunum.

Íslendingar hafa ekki stađiđ saklausir hjá í ţessum hildarleik. Ţeir studdu stofnun Ísraelsríkis og tveir valinkunnir Íslendingar settu ţjóđina á lista yfir hinar stađföstu ţjóđir, sem studdu innrásina í Írak. En gert er gert og sumt er hćgt ađ bćta, annađ ekki. Sú ákvörđun íslensku ríkisstjórnarinnar ađ veita palestínsku flóttafólki móttöku og landvist, er einungis örlítill plástur á ţađ holundarsár, sem Vesturveldin hafa í raun veitt Palestínumönnum.

Í bókinni lýsa konurnar sambúđ ólíkra trúarhópa, sem sundrađist viđ innrásina í Írak. Ţćr lýsa einnig afstöđu sinni til annarra trúarhópa en ţeirra, sem játa islam, en múslimar hafa jafnan ţótt umburđarlyndir ţrátt fyrir öfgahópa sem ţrífast innan trúarbragđanna eins og á međal kristinna manna. Bókin birtir mynd af harđduglegum og ţrautseigum mćđrum, sem sigrast hafa á erfiđleikum, sem hefđu bugađ flesta ţá, sem orđiđ hefđu ađ ţola annađ eins og ţćr hafa reynt. Ţađ fer vart hjá ţví ađ lesandinn fái öđru hverju kökk í hálsinn og tárist, ţegar lesnar eru látlausar og einlćgar frásagnir kvennanna af sorgum ţeirra og gleđi.

Á međan ég las bókina samţykkti Alţingi ađ viđurkenna ríki Palestínumanna. Ţótt ef til vill sé nokkuđ í land ađ eiginlegt ríki ţeirra verđi ađ veruleika, er ţó samţykkt alţingis mikilvćgt skref í ţá átt ađ Palestínumenn nái rétti sínum. Vonandi verđa hin illu öfl, sem ráđa mestu innan Ísraelsríkis, brotin á bak aftur.

Sigríđi Víđis Jónsdóttur og viđmćlendum hennar eru fluttar einlćgar ţakkir og árnađ heilla.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband