Domkirkjan verður opin almenningi á sautjándanum

Í fyrra var greint frá því á þessum vettvangi, að almenningi hefði í fyrsta sinn verið meinaður aðgangur að guðsþjónustu í Dómkirkjunni í Reykjavík, sem háð er í upphafi þjóðhátíðar, þar sem menn minnast m.a. Jóns Sigurðssonar og stofnunar íslenska lýðveldisins.

 

Í dag var spurst fyrir um það hjá Alþingi, hvort almenningi yrði enn meinaður aðgangur og var því fyrst játað. Borið var við nauðsynlegri öryggisgæslu.

 

Skömmu síðar var hringt frá Alþingi og greint frá því að almenningi væri heimil seta á lofti kirkjunnar. Er þa framför frá því sem reyndist í fyrra.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Batnandi mönnum er best að lifa.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.6.2012 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband