Þjóðremba byggð á minnimáttarkennd

Tortryggni og allt að því fjandskapur einkenndu athugasemdir flestra þeirra, sem báru fram spurningar eftir fyrirlestur Halldórs Jóhannssonar. Var öllu ruglað saman. sumir fyrirspyrjenda virtust ekki átta sig á að það land, sem Huang Nubo hafði hug á að kaupa á Grímsstöðum, stóð til boða og ekkert annað. Þess vegna var kauptilboðið gert.

Þegar allt var komið í óefni og kaupheimildinni hafði verið hafnað, var hafist hand að nýju og þá datt forystumönnum sveitarfélaga á Norðausturlandi og Austfjörðum í hug að kaupa þann hluta jarðarinnar á Grímsstöðum, sem stóðu til boða. skyldi síðan Huang Nubo leigðir um 300 hektarar undir mannvirki, en hitt gert að fólkvangi.

Þá hófust handa menn sem spurðu í forundran, hvernig ætti að koma öllu þessu fyrir á 300 hekturum. virtust þeir hinir sömu ekki gera sér grein fyrir að sumir kaupstaðir landsins ráða ekki yfir stærra landi og má þar nefna Seltjarnarnes sem dæmi.

Þá var leitað loganda ljósi að einhverjum fjársvikamyllum, sem Huang Nubo og fyrirtæki hans væru flækt í. fréttaritari ríkisútvarpsins fór m.a. með dylgjur í Speglinum um Kínversk-íslenska ljóðasjóðinn sem hann sagði að aldrei hefði skilað sér. Að vísu var hægt að leiðrétta þennan misskilning, en engin afsökun birtist í Speglinum heldur á heimasíðu fréttaritarans.

Þegar þetta mál var rætt við forystumenn kínverskra samtaka og stofnana í fyrra og einhverjar sögusagnir viðraðar um meint mistök kínverskra verktaka í Afríku og víðar, var ævinlega sama svarið: "Þið hljótið að ráða því hvað út úr slíkum samningum kemur. Íslendingar hafa svo sterka innviði.

Þótt lítið hafi verið um óskir Íslendinga í garð Kínverja um fjárfestingar hér á landi ffyrst eftir stofnun íslenska sendiráðsins í Beijing, voru nokkrir kínverskir fjárfestar áhugasamir um að fjárfesta hér á landi. En þeir féllu frá áformum sínum vegna ýmissa atriða. Hitt vita margir að ýmsir Íslendingar hafa eftir hrunið leitað eftir þátttöku kínverskra fjárfesta í ýmsum verkefnum, sem þeir hafa á prjónunum og telja jafnvel að það sé forsenda þess að þeir komi hugmyndum sínum í framkvæmd.

Á fundinum í dag var bent á nokkur atriði, sem hugsanlega þyrfti að laga í samningum þeim, sem nú eru í burðarliðnum við Huang Nubo og fyrirtæki hans. Lára Hanna einarsdóttir sagði að þeir væru "eins og gatasigti". Gott og vel. Fari nú lögfræðingar yfir drögin og lagfæri það sem er ábótavant.

Íslendingar verða að hætta að fjandskapast við þá, sem hafa hug á fjárfestingum hér á landi. Án þeirra verður minni von um efnahagslegar framfarir en ella. Þetta snýst ekki um eignarhald heldur sanngjarna nýtingu náttúruauðæfa öllum til hagsældar.

Fyrir skömmu hitti ég fyrrverandi ráðherra og barst þetta mál í tal. Þessi íslenski ráðherra greindi mér frá samræðum við Þjóðverja, sem var að semja um ýmislegt tengt orkumálum í Kína. Var samingamaðurinn með á takteinum upplýsingar um orkuverð í helstu orkusölulöndum heims. Neðstir á blaði voru Íslendingar! "Og við fengum aldrei að vita þetta í ríkisstjórninni", sagði fyrrum ráðherrann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki sammála þér í því, að þjóðremba íslendinga sé byggð á minnimáttarkend. Þeir eru of heimóttarlegir til að meta sig við aðrar þjóðir. Þetta er bara íslensk þjóðremba af heimskunni einni.

Ef samningurinn er "eins og gatasikti", þá er það örugglega með ráðum gert og þá af Íslendingunum. Reynslan sýnir að þeim er ekki treystandi til að vinna ærlegt verk eða hvað þá samning.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.10.2012 kl. 22:36

2 identicon

V.Jóhansson, ég sit hér í Svíþjóð og þarf að líða fyrir það að einkanir mínar í skóla á Íslandi, eru ekki virtar viðlits.  Þær eru einskis nýtar.  Og það sem verr er, er að fólkið sem vinnur í Sendiráði íslands í Svíþjóð.  Vinnur heilhuga þess, að niðra gildi Íslenskrar menntunar fyrir Svíum.  Þykir fínt.

Þetta er alveg hárrét hjá skrifaranum.  Íslensk remba, byggist á minnimáttarkennd.  Á sama hátt, og remba Svía, byggist á minnimáttarkennd.  Enginn má vera neitt í Svíþjóð, eða á Íslandi.  Þá er þeim troðið í svaðið ... nýjasta dæmið, er kokkurinn sem varð að lækka gæðim á mat sínum í skólum Svíþjóðar.  Hann fékk ekki að bjóða upp á betri mat, en aðrir skólar í landinu.

Þetta er bara eitt dæmi, af mörgum... ég kalla þetta kvennaríkið, eða kerlingadýrkun ... sem tröllriðið hefur yfir norðurlöndin.

Kínverjar eru að mörgu leiti áhugaverðir, og meir hluti þess orðróms sem gengur um þá, er haugalýgi ... svo ekki sé meira sagt.   Hvað varðar Huang Nubo, þá á hann að hafa sama rétt till þess að kaupa sér land á Íslandi, eins og allir aðrir erlendir fjárfestar.  En Íslensk lög, kveða svo á um að útlendingar meiga ekki eiga land á Íslandi.

Það sem er þjóðinni til skammar í þessu máli, er sá rembingur manna.  Að þeir hafa veitt undanþágur til Gyðinga, Bandaríkjamanna ... en þegar Kínverji á í hlut.  Þá er allt fundið til varnaðar.

Þetta kallast kynþáttahatur ... og allt kynþáttahatur, og fordómar, eru byggðir á minnimáttarkennd.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 15:31

3 identicon

Bjarne - Þú segir merkar fréttir frá Svíþjóð, þar sem próf eru aflögð fyrir löngu síðan. Síðan 1968, að mig minnir, þarf ekki að taka próf úr mentaskóla og nemendur fá stútenhúfuna ef þeir nenna að hanga út námstímabilið. Semsagt allir jafnir og það niður á við. Þekki spánverja sem var í háskóla í Östersund og fékk enga pappíra þaðan viðurkenda á Spáni, "Námspappírar frá Svíþjóð eru verðlausir". Remba svía byggist á soss-heilaþvotti "við erm bestir og okkar forræðishyggja er alltaf rétt". Þeir hafa allavega ekki minnimáttarkend í sænska fávitaþinginu.

Ég veit um útlendinga sem eiga jarðir á Íslandi, en það getur vel verið að það sé búið að breyta lögunum. Nubo dæmið er athyglisvert. Ef þú vilt reisa hótel.td.í Borgarnesi, þarftu þá að kaupa allt þorpið? Ef þér er boðinn milljarður fyrir að ljúga, lýgur þú þá? Það er pólutísk sossaskítalykt af þessu öllu saman. Gangi þér vel í sossa-Svíaríki, en hefur þú prófað Norge?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.10.2012 kl. 18:56

4 Smámynd: Arnþór Helgason

Ritstjóri þessarar síðu biður menn að halda sig við efni. Sænskir háskólar og próf eða prófleysi eru ekki viðfangsefni þessarar umræðu þótt síðustu tveimur athugasemdum hafi verið sleppt lausum.

Vandinn við bloggskrifin er sá að einatt skortir upplýsta og málefnalega umræðu. Sleggjudóma og gífuryrði ber að forðast í þessu sambandi.

Arnþór Helgason, 9.10.2012 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband