Stöðugt fjölgar þeim bókum sem eru aðgengilegar sem rafbækur. Sum ritverk eru aðgengileg sem pdf-skjöl en önnur sem rafbækur á EPUB-eða MOBI-sniði.
Ég hef að undanförnu kynnt mér ýmislegt sem snertir sögu sjávarútvegsins. Fagnaði ég því að sjá að hið ágæta verk Jóns Þ. Þórs, saga sjávarútvegsins, væri nú heimil öllum til niðurhals. Ekki var þó allt sem sýndist í fyrstu, samanber bréf mitt til Atvinnumálaráðuneytisins, sem hér birtist.
Greinilegt er að frágangur þessa þriggja binda verks er ekki í neinu samræmi við aðgengisstefnu stjórnvalda. Viðleitnin var góð, en betur má ef duga skal.
BRÉFIÐ TIL RÁÐUNEYTISINS
Heiðraði viðtakandi.
Í upphafi skal tekið fram að ég nota skjálesara með talgervli og blindraletri.
Vefsíða Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins er allvel aðgengileg. Þar sem ég hef verið að kynna mér ýmislegt sem snertir sögu sjávarútvegs á Íslandi fagnaði ég því að sjá að Saga sjávarútvegsins eftir Jón Þ. Þór væri nú aðgengileg á vefnum. Halaði ég því niður öllum bindunum á pdf-sniði. Eftirfarandi kom í ljós:
1. Talsvert vantar á að fyrstu tvö bindin séu sómasamlega unnin. Til dæmis skilar bókstafurinn ð sér sjaldan. Það má þó notast við eintakið. Þá hefur engin tilraun verið gerð til að setja krækjur í efnisyfirlit svo að erfitt er að fletta í skjölunum.
2. Þriðja bindið er algerlega óaðgengilegt þeim sem nota skjálesara fyrir blindraletur eða talgervil. Það virðist hafa verið gengið frá síðunum sem hreinum myndum og því geta skjálesarar ekki nýst við lesturinn.
Ég fer þess vinsamlegast á leit við hæstvirt ráðuneyti að ráðin verði bót á þessu með 3. bindið. Síðan þarf ráðuneytið að láta lagfæra 1. og 2. bindi verksins svo að þaað verði sæmilega aðgengilegt þeim sem hyggjast nýta sér verkið til útgáfu.
Ég hef rætt þessi mál við höfundinn og veldur það honum vonbrigðum hversu staðið hefur verið að frágangi þess á vefnum.
Virðingarfyllst,
Arnþór Helgason
---
Arnþór Helgason, vináttusendiherra,
Tjarnarbóli 14,
170 Seltjarnarnesi.
Sími: 5611703
Farsími: 8973766
Netföng: arnthor.helgason@simnet.is
arnthor.helgason@gmail.com
http://arnthorhelgason.blog.is
http://hljodblog.is
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Mannréttindi | 16.3.2013 | 12:40 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 319786
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.