Austrið er rautt - upphaf jólasálms

Að vanda verður enn birt á þessu svæði aðventuversið "Austrið er rautt", sem ort var við samnefnt lag. Fyrst var lagið ástarsöngur, þá lofsöngur um Mao formann, síðan afmælissöngur og nú síðast aðventulag.

Það er kostur góðra laga að nota má þau við ýmis tækifæri.

Austrið er rautt,

upp rennur sól.

Ennþá koma þessi blessuðu jól.

Svanni fátækur son Guðs ól -

Halelúja!

Hann vér tignum heims um ból.

Hringur Árnason söng þetta 12. desember 2007, þá á 14. ári. Nú syngur Hringur bassa í Hamrahlíðarkórunum.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband