Um áratug fyrr ákvað foringi Sjálfstæðismanna í Reykjavík að hætta í miðri kosningabaráttu og átti þá að fá ungan og kraftmikinn Vestmannaeying til þess að rétta flokkinn af fyrir kosningar. Þá missti Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík.
Nú hljóp foringi flokksins í Reykjavík fyrir borð þegar kosningabaráttan átti að vera hafin. Ástæðan var fylgistap flokksins í skoðanakönnunum. Þá flaug einhverjum í hug að tæða fyrrum forystumann flokksins, Guðna Ágústsson til að axla ábyrgðina ðg gerast forstjóri Framsóknarframboðsins í Reykjavík.
Hafi Guðni sömu heimildir um ástandið innan Framsóknarfélagsins í Reykjavík, veit hann jafnvel og höfundur þesa pistils að ástandið þar er afar dapurlegt og einhugur vart fyrir hendi. Guðni skildi ekki við stjórnmálin með skömm, en það gerir hann svo sannarlega, reyni hann að setjast í forystusætið hjá framsóknarmönnum í Reykjavík. Veldur þar ótal margt. einkum skal tvennt tekið til:
Lýðræðið er sniðgengið í flokknum. Það dugar hvorki að Vigdís Hauksdóttir né Sigmundur Davíð Gunlaugsson tali við Guðna, heldur verða þar til bærar stofnanir flokksins að taka um það ákvörðun - lýðræðið skal virt.
Þá er freklega gengið á rétt þess fulltrúa, sem skipar 2. sæti listans. Enn versnar í því þegar mið er tekið af þeirri staðreynd að fulltrúinn er kona. Ætlar Guðni Ágústsson að enda feril sinn með því að brjóta á rétti kvenna?
Framsóknarflokkurinn hrapar nú óðum í áliti á meðal fólks, jafnvel þeirra sem kusu flokkinn í síðustu Alþingiskosningum. Vensl aðstoðarmanna ráðherra við ráðherrana sjálfa segja þar meira en orð fá lýst. Flokkurinn hefur stokkið áratugi aftur í tímann í viðhorfum og almenningur sættir sig ekki við slíkt til lengdar. Verði Guðni til þess að taka fyrsta sætið á lista flokksins í Reykjavík og níðast þannig á konum hafa Framsóknarmenn í Reykjavík skráð sig úr stjórnmálum borgarinnar um langa framtíð.
Höfundur bar gæfu til að segja sig úr Framsóknarflokknum 1. desember 1998.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.4.2014 | 22:43 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu hræddur við það, Arnþór minn, að Guðni nái inn í borgarstjórn og taki fleiri með sér, í stað þess að konan sitji í oddvitasætinu og nái ekki inn?!
Kveðja góð til ykkar bræðra.
Jón Valur Jensson, 23.4.2014 kl. 03:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.