Viðbrögð Íslandsbanka til fyrirmyndar

Fyrir nokkru var athygli þróunarstjóra Íslandsbanka vakin á því að örlítið vantaði á að smáforrit bankans fyrir Android-snjallsíma væri aðgengilegt blindu og sjónskertu fólki. Ekki stóð á viðbrögðum.
Í dag átti ég fund með Vali Þór Gunnarssyni, þróunarstjóra Íslandsbanka. Efni fundarins var aðgengi að snjallsímum.
Fórum við yfir smáforrit bankans sem leyfir fólki að skoða innstæður sínar og millifæra á reikninga.
Í forritinu er villa, þar sem talað er um pinn-númer í stað öryggisnúmers. Þá eru tveir hnappar án texta.

Valur greindi frá því að í sumar verði forritinu breytt og bætt við það ýmsum aðgerðum. Þá verður villan lagfærð og þess gætt að heiti hnappanna birtist eða talgervill lesi heiti aðgerðarinnar.

Á fundinum var einnig rætt hvernig hægt væri að vekja athygli á aðgengi sjónskertra og blindra að snjallsímum. Sagði Valur að þótt flestir forritarar vissu hvaða þýðingu aðgengi að vefnum hefði fyrir þennan hóp væri það fáum kunnugt að snjallsímar hentuðu blindu eða sjónskertu fólki.

Hafist verður handa við að vekja athygli forritara á nauðsyn þess að huga að aðgengi að snjallsímum.

fundurinn var í alla staði hinn ánægjulegasti og víst að þróunarstjóri Íslandsbanka á eftir að beita sér í málinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband