Tveimur, nafnkunnum Íslendingum síðustu aldar bregður fyrir í sögunni, Halldóri Laxness og Indriða G. Þorsteinssyni, rithöfundi og föður Arnaldar, en bókin er tileinkuð minningu hans. Arlandur minnist á fundi Valdimars, prófessorsins og blaðamanns frá Íslandi sem staddur var á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn í októberlok 1955 og fylgdist með fréttaskeytunum um Nobelsverðlaun Halldórs. Blaðamaðurinn var nýkominn frá Kína, en um þetta leyti (árið 1955) fór Indriði einmitt í boði kínverskra yfirvalda þangað austur. Er þessi skýrskotun skemmtileg.
Þrátt fyrir að þráðurinn utanum Konungsbók sé skemmtilega spunninn verður höfundi þó nokkrum sinnum á í messunni. Eitthvert neyðarlegasta atriðið og það sem einna verst er samið (ekki skrifað), er frásögnin af sundi þeirra Valdimars og prófessorsins í land skammt frá Gedser, er þeir þurftu að stökkva í sjóinn til þess að trillusjómaður, sem smyglaði þeim áleiðis, yrði ekki handsamaður. Sjómaðurinn varp á eftir þeim skinnfrakka prófessorsins og var hann nær þurr þegar þeir komu að landi nokkru síðar. Enn furðulegra er þó að prófessorinn, sem var haltur vegna berkla, sem hann fékk ungur að árum, hélt staf sínum. Hvernig í fjáranum fór hann að því?
Þrátt fyrir þessa missmíð og nokkrar fleiri, sem sýna, að höfundur hefur sennilega komist í tímaþröng, er Konungsbók skemmtileg aflestrar og alls ekki á meðal þess sísta sem ég hef lesið eftir Arnald. Þegar é vann við að yfirfæra bækur á blindraletur fyrir Blindrabókasafn Íslands komu nokkrar bækur Arnaldar í minn hlut. Mér fundust þær svo skemmtilegar að ég eyddi býsnamiklum tíma í að lesa þær yfir og leiðrétta villur, sem fram komu í tölvuskimuninni. Þannig urðu afköstin mun meiri en ella, því að ég vann stundum langt fram á kvöld. Þannig var það með Konungsbók. Hún hélt okkur hjónum föngnum þrátt fyrir þessar smávægilegu missmíðar.
Meginflokkur: Bækur | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | 10.3.2007 | 17:43 (breytt kl. 17:47) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 319829
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.