Birkir Rúnar Gunnarsson

Það var fróðlegt að fylgjast með viðtali sjónarpsins við Birki Rúnar Gunnarsson í kvöld. Það virtist svo ótrúlega stutt síðan þeir feðgar gomu í heimsókn til okkar mæðgina skömmu eftir að Birkir Rúnar missti sjónina. Þetta var einlægur snáði og afar forvitinn. "Finnst þér ekki gaman að tala við mig?" spurði hann móður mina og vitanlega játti hún þí, enda var so sannarlega gaman að hlusta á þennan tápmikla snáða sem irtist eiga framtíðina fyrir sér.

Leiðir okkar Birkis Rúnars lágu saman að nokkru leyti næstu árin. Hann fékk lestrar- og námsefni frá Blindrabókasafni Íslands og hann varð á meðal hinna fyrstu í hópi blindra hér á landi til þess að tileinka sér tölvubúnað. Varð strax augljóst að tölvan og blindraletursskjár, síðar einnig talgervill, yrðu hans mikilægustu hjálpartæki.

Árin hafa þotið hjá og nú er Birkir Rúnar orðinn faðir. Honum eru fluttar alúðar hamingjuóskir með von um bjarta framtíð honum og fjölskyldunni til handa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband