Verður þekkingarmiðstöð stofnuð og táknmálið lögleitt?

Sorglegt var að hlusta á þögn stjórnarliða við umræðuna um störf Alþingis nú áðan. Umræðan var að frumkvæði Helga Hjörvars og fjallaði um stofnun þekkingarmiðstöðvar blindra og sjónskertra. Þingmenn stjórnarmeirihlutans forðuðust að taka þátt í umræðunni og sýnir það með öðru þann hug sem þeir bera til málefna fatlaðra.

Athygli vakti að menntamálaráðherra virðist illa upplýstur um málið og hefur skipað enn einn starfshópinn til þess að fara yfir málið.

Nú verða menn að bretta upp ermar. Allt of margir hafa sofið allt of lengi á verðinum. Ítarlegar tillögur um þekkingarmiðstöð voru lagðar fram í ágúst 2004. Blindrafélagið hefði, eins og fyrir löngu var bent á, átt að leggja fram drög að frumvarpi um þekkingarmiðstöð og fá að því flutningsmenn. Hugsanlega hefðu jafnvel einhverjir stjórnarliðar getað fengist til þess að verða meðflytjendur.

Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga brugðust líka þegar ákveðið var að leggja Blindradeild Álftamýrarskóla niður. Þá vissu allir, líka R-listinn, að hverju fór.

Það er dapurlegt að erlenda sérfræðinga þurfi til þess að koma vitinu fyrir Íslendinga. Sérþekking er næg hér á landi og menn vissu nákvæmlega hver staðan var.

Nú er að vona að menntamálaráðherra beri gæfu til þess að sjá so um að stofnuð veðri öflug þekkingarmiðstöð og Blindrabókasafn Íslands verði látið renna inn í þá miðstöð.

Þá yrði það stjórnarflokkunum til sóma að sjá til þess að lög um móðurmál heyrnarlausra yrðu afgreidd frá yfirstandanda þingi. Stattu þig nú, Þorgerður. Láttu verkin tala en ekki renna úr greipum þér eins og hver önnur sandkorn. Það er óvíst að þér gefist önnur, sambærileg tækifæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband