Gísli Pálsson, mannfræðingur og prófessor, hefur ritað ævisöguna Hans Jónatan, maðurinn sem stal sjálfum sér. Fjallar hann þar um ævi þessa manns, sem fæddist árið 1882 á karabískri eyju sem Danir höfðu keypt af Frökkum og notuðu til sykurframleiðslu. Sykurinn framleiddu ánauðugir menn og var Hans Jónatan ambáttarsonur, en faðir hans var ritari húsbónda hans.
Ævi Hans Jónatans er með ólíkindum. Hann barst til Kaupmannahafnar, tók þátt í orrustunni á skipalaginu við Kaupmannahöfn árið 1801, hinum svonefnda skírdagsslag og gat sér gott orð. Þar sem hann hafði strokið frá úsmóður sinni (stolið sjálfum sér eins og verjandi hans orðaði það) var hann dæmdur eign hennar. En hann gaf sig ekki fram heldur fór til Íslands.
Í bókinni eru raktar þær heimildir sem til eru um Hans Jónatan og seilst víða til fanga. Gísli hefur grafið upp ýmislegt með þrautseigju sinni og eljusemi og er með ólíkindum hvernig honum tekst að tengja efnið saman.
Bókin er nokkuð mörkuð af störfum hans sem kennara á sviði mannfræði. Iðulega varpar hann fram spurningum sem hann svarar iðulega fljótt og vel, en sumar hanga í loftinu og birtast svörin síðar. Lengir þetta að vísu frásögnina en gefur bókinni þokkafullan blæ og einkar persónulegan.
Bókin er ádrepa á hið tvöfalda siðferði sem þrælahaldarar allra tíma iðka og jafnvel vér nútímamenn sem skirrumst ekki við að kaupa varning sem vitað er að framleiddur sé af þrælum.
Gísli miðlar óspart af yfirburða þekkingu sinni á efninu, enda hefur honum verið hugleikið efni, sem snertir þrælahald og þróun þess.
Bókin er jöfnum höndum ævisaga, margofin samtímasaga, hugleiðingar um tengsl, þróun, samskipti og örlög, margs konar tilfinningar og hugrenningar sem lesandanum virðist sem beri höfundinn næstum ofurliði á stundum. Gísli skirrist ekki við að taka afstöðu til efnisins um leið og hann leggur hlutlægt mat á ýmislegt sem varðar þá sögu sem greind er í bókinni.
Ævisaga Hans Jónatans er einkar lipurlega skrifuð, málfarið fallegt, en fyrst og fremst eðlilegt. Virðing Gísla fyrir viðfangsefninu er mikil. Hann hefur unnið bókina í samvinnu við fjölda ættingja Hans Jónatans, fræðimenn á ýmsum sviðum og í nokkrum löndum.
Ævisaga Hans Jónatans er verðugur minnisvarði um manninn frá Vestur-Indíum sem Íslendingar tóku vel og báru virðingu fyrir, manninn sem setti mark sitt á heilt þorp og mikinn ættboga, þótt þrælborinn væri, mann sem samtíðarmenn hans á Íslandi lögðu ekki mat kynþáttahyggju á.
Pistilshöfundi er enn minnisstætt þegar ungur piltur frá Bandaríkjunum, dökkur á hörund, gerðist sjálfboðaliði á Blindrabókasafni Íslands. Ég hafði orð á því við hann að mér væri tjáð að hann væri þeldökkur. Það var leitt, sagði hann á sinni góðu íslensku. Þá finnst þér sjálfsagt lítið til mín koma. Mér varð hverft við og vildi vita hvers vegna hann segði þetta. Vegna þess að Íslendingar amast sumir við mér, svaraði hann. Þegar ég innti hann nánar eftir þessu svaraði hann því að flestir tækju sér vel og vildu allt fyrir sig gera. En aðrir sendu sé tóninn á götum úti og gelta jafnvel á eftir mér.
Þá sagði ég honum að ástæða þess að ég spyrði væri Hans Jónatan, en mig fýsti að vita hvort hann vissi eitthvað um forfeður sína. Upp frá þessu ræddum við talsvert um þær áskoranir sem bíða þeirra sem eru ekki steyptir í sama mót og hin svokallaða heild.
Gísli Pálsson man ef til vill atburð sem varð á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum einhvern tíma upp úr 1960. Um það leyti var afrískur maður í bænum einhverra erinda. Vestmannaeyingur nokkur, sem ekki skal nefndur hér, sá ástæðu til að veitast að honum og veita honum áverka. Varð sá atburður illa þokkaður í bænum.
Gísla Pálssyni og afkomendum Hans Jónatans er óskað til hamingju með þennan merka minnisvarða sem Hans Jónatan hefur verið gerður.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bækur, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | 25.11.2014 | 22:44 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.