Óaðgengilegt snjajllsímaforrit Ríkisútvarpsins

Í þessu var nýmiðlastjóra Ríkisútvarpsins sent meðfylgjandi bréf.

 

Sæll, Ingólfur Bjarni,
Ég trúði ekki mínum eigin eyrum og fingrum áðan þegar ég lét vísifingurinn líða um hljóðan símaskjáinn.
Ég geri ráð fyrir að þú sem nýmiðlastjóri Ríkisútvarpsins sért ábyrgðarmaður smáforrits fyrir snjallsíma sem gefur sumu fólki aðgang að sarpinum. Ég segi sumu fólki því að blindir snjallsímanotendur eru undanþegnir.
Þegar smáforritið er ræst (gildir um Android-síma) kemur ekkert fram á skjánum, engir hnappar með heiti, en einhver hnappur með númeri sem setur tónlist í gang. Það gerist þó ekki fyrr en hamast hefur verið í blindni og er ómögulegt að slökkva á því aftur nema með því að endurræsa símann.

Hvernig í ósköpunum stendur á því að þið gleymið sí og æ þeim hópi fólks sem mest allra á undir því að útvarpið sé aðgengilegt?

Ég legg til að þetta smáforrit verði tekið af markaðinum þangað til aðgengið hefur verið lagfært og býðst til að veita þessari fjársveltu stofnun ókeypis ráðgjöf.

Bestu kveðjur,
                   
Arnþór Helgason
arnthor.helgason@gmail.com
Farsími: 8973766


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband