Viðbrögð íslenskra stjórnvalda vegna viðskiptabanns Rússa eru með ólíkindum.
Þegar óeirðirnar urðu í Kænugarði og forsetinn flúði land fór Gunnar Bragi Sveinsson til Kænugarðs að stappa stálinu í Úkraínumenn. Síðan ákváðu Bandaríkin og Evrópusambandið ásamt Noregi, Ástralíu og fleiri ríkjum viðskiptabann á Rússa fyrir framferði þeirra. Íslendingar fylgdu með og reyndu ekki að fara í felur með þá ákvörðun sína. Að því leyti var hann hugrakkari en fyrrum utanríkisráðherra og forsætisráðherra sem settu nafn Íslands á lista fylgispkara ríkja þegar Bandaríkjamenn ákváðu að leggja heilt ríki í rúst.
Þegar viðskiptabannið yfir Rússum var framlengt fylgdu Íslendingar með og höfðu engar áhyggjur. Stjórnvöld og fréttamenn nudduðu í Rússum og minntu þá að þeir yrðu að svara því hvort refsa ætti Íslendingum fyrir tiltækið..
Þegar landhelgin var færð út í 12 mílur árið 1952 settu Bretar löndunarbann á íslensk skip og allt var á leiðinni til kaldra kola hér á landi. Þá björguðu Rússar Íslendingum og hafa keypt af þeim fisk síðan þar til í dag.
Hver bjóst í raun við því að Rússar svöruðu ekki fyrir sig?
Eiga Rússar að miskunna sig yfir smáþjóðir sem taka þátt í því að reka tunguna framan í þá o sýna af sér þá aumingjagæsku að kaupa af smáþjóðunum afurðir vegna þess að þær séu svo mikill hluti þjóðarframleiðslunnar?
Úr því að Framsóknarflokkin skorti ekki hugrekki að standa við kosningaloforðin og eyða á milli 80 og 90 milljörðum í það að lækka skuldir sumra heimila án þess að setja nokkurt þak á tekjur þeirra sem bæturnar hlutu, hlýtur flokkurinn að vera reiðubúinn að axla ábyrgðina á utanríkisstefnu sinni og sýna Rússum að Íslendingar láti ekki eitthvert árásarveldi auðmýkja sig.
"Ég held að menn ættu að hugsa áður en þeir framkvæma," sagði viðmælandi nokkur við höfund þessa pistils þegar Gunnar fór til Kænugarðs í hughreystingarstríðið.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | 13.8.2015 | 18:59 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.