Óbærileg örorkubyrði ríkisstjórnarinnar og réttlátar launahækkanir ráðherranna umfram aðra þegna

Í þessu var mér boðið að láta mér falla vel við síðuna "Burt með ríkisstjórnina".
Nú er ég í talsverðum vanda því að óvíst er hvað tekur við. Ég viðurkenni fúslega að mér ofbýður ýmis siðblinda sem ráðherrar eru haldnir, svo sem launahækkanir langt aftur í tímann og talnaleikur sem til þess er fallinn að blekkja fólk.
Vissulega geri ég mér grein fyrir að framlög til lífeyrismála fatlaðra og aldraðra hafa hækkað að krónutölu, en þetta eru samt þeir hópar sem yfirleitt er fyrst níðst á þegar þarf að hagræða í ríkisfjármálum.
Þá geri ég mér einnig grein fyrir að aldraðir og öryrkjar eiga erfitt uppdráttar þar sem verkfallsrétturinn er enginn.
Þetta eru engin ný sannindi. Á þetta var bent þegar árið 1986 og þá var í fyrsta sinn ámálgað framboð á vegum fatlaðra. En núverandi forysta þykist hafa fundið upp þennan sannleika og vitnar aldrei til fortíðarinnar.
Um jólaleytið 1986 tókst að mestu að hrinda árás þáverandi ríkisstjórnar á Framkvæmdasjóð fatlaðra, en til þess þurfti mikla baráttu stórfund á Hótel Borg og Austurvelli, atfylgi allra fjölmiðla og persónuleg samtöl við ráðherra. Er ekkert slíkt fyrir hendi lengur? Er Öryrkjabandalag Íslands alveg máttlaust í höndunum á ófötluðum formanni? Hvernig stendur á að fatlað fólk í forystusveit Öryrkjabandalagsins er ekki áberandi lengur?
En aftur að upphafi málsins: Þeir, sem eru á örorkulífeyri einum saman lepja dauðann úr skel. Þeir eiga ekki aðgang að lífeyrissjóðum. Þegar þetta fatlaða fólk verður 67 ára er það svipt aldurstengdri örorkuuppbót. Það er eitt dæmið um svikin sem Framsóknarflokkurinn lét sér sæma eftir orrahríðina vegna öryrkjadómsins árið 2000, en samkomulag tókst um aldurstengdu örorkuuppbótina í mars 2003.
Skilið aldurstengdu örorkuuppbótinni til þeirra sem eiga rétt á henni og hækkið örorkulífeyrinn í samræmi við launahækkanir í landinu. Annað er brot á lögum um almannatryggingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

þARF FÓLK VIRKILEGA BARÁTTU OG SLAG VIÐ KERFIÐ MEÐ VIÐEIGANDI HÓTUNUM TIL AÐ FÁ AÐ BORÐA OG HAFA HÚSASKJÓL ? þÁ SKIL EG ÞETTA- ÖRYRKJAR OG GAMALMENNI SLÁST EKKI- ÞAU HALDA AÐ HUGSAÐ VERÐI UM ÞAU----SEINNA-- ÞEGAR NÓG ER AF PENINGUM- AFGANGS--

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.12.2015 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband