Níð formanns fjárlaganefndar um öryrkja

Í Morgunpósti Kjarnans fær Vigdís Hauksdóttir þessa kveðju:
"igdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, lét hafa eftir sér þau ummæli á dögunum, að nauðsynlegt væri að kafa ofan í það, hvers vegna hér á landi væru muni fleiri öryrkjar en á hinum Norðurlöndunum.

Vigdís sagði að öryrkjar hér á landi væru um 9 prósent af vinnubæru fólki en á hinum Norðurlöndunum væru hlutföllin 2,2 til 2,3 prósent.

Engin gögn styðja fullyrðingu Vigdísar, heldur þvert á móti sýna þær samantektir, sem Vinnumálastofnun lagði fyrir fjárlaganefnd, og sýnd voru í frétt RÚV, að tölurnar sem Vigdís talaði um áttu sér enga stoð í raunveruleikanum.

Vigdís ætti að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar á þessum rangindum sem hún hélt fram, og venja sig við það framvegis."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Það væri eins og að biðja skrattann um að hætta að blóta.

Eyjólfur Jónsson, 21.12.2015 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband