Nú er Fídel Kastró eður Tryggvi frá Borg, eins og sumir kölluðu hann, fallinn frá. Maður nokkur taldi vafa leika á ætterni hans. Sá hét Jón Grímsson og var ráðsmaður hjá Ásbirni Ólafssyni, stórkaupmanni, en ég var sölumaður hjá honum sumrin 1970-72 og 1974-75. Sagan er þessi:
Ég snæddi gjarnan hádegismat með Ásbirni og gekk Jón um beina. Hann var þá á 79. aldursári, fæddur 1893 og mikill vinur okkar bræðra allra.
Eitt sinn segir hann við mig: "Það eru ýmsir sem halda fram að Kastró sé sonur minn." Ég tók því fálega en hann hélt áfram að impra á þessu næstu daga og fóru leikar svo að ég innti hann eftir atvikum.
Sagðist hann þá árið 1925 hafa hitt unga konu í ónefndum stað í Mið-Ameríku og hefðu tekist með þeim góð kynni. Samfarar þeirra voru góðar en ég hirði ekki um að lýsa þeim fyrir öðrum en Ólafi Gunnarssyni rithöfundi, í tveggja manna spjalli. Jón tjáði mér að hann myndi gangast við Kastró þegar og ef þess yrði óskað.
Mér þóttu þetta allmikil tíðindi og hugðist fá botn í málið. Hringdi ég því til Valdimars Jóhannessonar, ritstjóra Vísis og greindi honum frá málinu.
Síðdegis daginn eftir kom Jón inn í söludeildina, steðjaði beint að borði mínu og segir formálalaust: "Mikinn andskotans grikk gerðirðu mér í dag."
Ég setti upp furðusvip og spurði hvað hann ætti við.
"Þú hringdir og þóttist vera blaðamaður frá Vísi og spurðir formálalaust hvort það væri rétt að ég væri faðir Kastrós."
Ég fór að skellihlæja og spurði í forundran hverju hann hefði eiginlega svarað.
"Ja, eitt er víst, að ekki hefur hann þetta helvítis kommúnistavesen í föðurættina", sagði hann.
Ég innti hann eftir því hver blaðamaðurinn hefði verið og mundi hann ekki nafnið. Ég spurði hvort það gæti verið Valdimar Jóhannesson og svaraði jón: "Hann þóttist heita það."
Ég sór og sárt við lagði að ég hefði ekki hringt, en Jón var sannfærður um að ég hefði átt hlut að máli og tjáði mér að hann hefði neitað að gangast við piltinum.
Jón Grímsson var einstakur öðlingur, barngóður með afbrigðum og traustur vinur þeim sem öðluðust vináttu hans. Hann var sagnamaður mikill og sagði að eigin áliti jafnan satt.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Spaugilegt, Utanríkismál/alþjóðamál, Vinir og fjölskylda | 26.11.2016 | 19:48 (breytt kl. 19:51) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 319741
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð saga hjá nafna mínum heitnum-- en kannski sönn?!
Jón Valur Jensson, 27.11.2016 kl. 04:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.