Við hjónin keyptum rafbíl af tegundinni Kia Soul 2017 fyrir rúmu ári. Við höfum ferðast á honum um Suðurland, Snæfellsnes og norðurland, allt norður að Höfða á Höfðaströnd. Hefur hann reynst í hvívetna vel.
Í ljós kom að við höfðum greitt 30.000 kr fyrir rafmagn í heimahleðslu þegar ár var liðið frá því að við keyptum gripinn og telst það vel sloppið fyrir 15.000 km akstur.
Drægni o.fl.
Kia Soul 2017 er ekki með langdrægari rafbílum. Meðaldrægni er um 150 km, en við góð skilyrði höfum við séð töluna 171 km. Lengsti samfelldi akstur okkar var um 145 km. Í mestu vetrarhörkum minnkar drægnin í um 120 km.
Eyðsla á hverja 100 km er um 16 kw-stundir, en eftir ferðalag okkar hafði hún vaxið í 16,5. Nánari skýring á því síðar.
Ferðin austur í Suðursveit
Við lögðum af stað frá Seltjarnarnesi um kl. 10:40 mánudaginn 2. júlí síðaðstliðinn og ókum í einum áfanga austur á Hvolsvöll, 108 km. Við áttum þá 18 km óekna og var nýtingin ekki sú sem ég ætlaði. Er það væntanlega vegna aksturslags, en ekið var að jafnaði á 90-92 km hraða og stundum tekið fram úr. Á Hvolsvelli hlóðum við í 80%.
Í Vík áttum við eftir 40 km óekna og á Kirkjubæjarklaustri 76 km Á báðum stöðum hlóðum við í 94%. Hið sama var um Freysnes og Jökulsárlón, en það var síðasta hleðsla dagsins. Að Hala í Suðursveit komum við um kl. 18:30.
Austur á Stöðvarfjörð
Þriðjudaginn 3. júlí Héldum við af stað um kl. 10:15 og var haldið austur á bóginn. Hlaðið var við Hótel Jökul, en þegar þangað kom áttum við um 30% eftir á rafhlöðu eða 40 km. Þar var hlaðið í 94% enda um 100 km kafli framundan. Leiðin þangað liggur á nokkrum stöðum um allbrattar skriður og má því búast við nokkurri umrameyðslu. Þegar við komum á áfangastað voru um 18% eftir á rafhlöðu eða rúmir 20 km.
Á Djúpavogi var enn hlaðið í 94% þótt leiðin þaðan á Stöðvarfjörð sé einungis um 80 km og miðað við að fylgja umferðarhraðanum.
Þar dvöldum við í góðu eftirlæti hjá Hrafni Baldurssyni í Rjóðri. Ekki var farið víða, skroppið á Fáskrúðsfjörð og franska sýningin skoðuð. Þá var skotist suður í Berufjörð og einu sinni á Breiðdalsvík og í Berufjörð. Yfirleitt var hlaðið heima.
Að Egilsstöðum
Mánudaginn 9. júlí héldum við að Egilsstöðum og hlóðum þar í 94%. Skýringin var sú að okkur grunaði að hleðslan gengi hægt á Skjöldólfsstöðum og vildum við því hafa eins mikið rafmagn og unnt var.
Við þurftum að bíða í 10 mínútur eftir að komast að og var það í fyrsta sinn í ferðinni sem hleðslustöð var upptekin. Sá sem hlóð var kanadískur og voru þau hjónin á ferð á Renault Zoe sem hann lét mikið af. Þau áttu Nissan Leaf 24 KW vestur í Kanada sem hafði drægni upp á 125 km en hann fullyrti að hann kæmist um 250 km á Renault-bílnum sem hann hafði tekið á leigu. Hafði hann hlaðið hann á um tveimur klst þá um morguninn og hugðist komast yfir Möðrudalsöræfin og skoða Dettifoss.
Rétt er að geta þess að við hittum þau heiðurshjónin síðar á Blönduósi, við Staðarskála og í Borgarnesi. Virtist hann dreypa á bílinn rafmagni eftir þörfum.:)
Yfir möðrudalsfjallgarðinn
Þegar að Skjöldólfsstöðum kom, en þangað eru um 50 km frá Egilsstöðum, kom í ljós það sem ég hélt mig vita þrátt fyrir það sem ritað var á heimasíðu Orku náttúrunnar, að tvenns konar hleðsla var í boði og sú sem við gátum notað var hægheðsla. Stungum við í samband kl. 12:10
Við komumst fljótlega að því að bíllinn fengi 7% á hálftíma, en það er svipað því sem 15 ampera heimahleðslustöð afkastar.
Kl. 15:30 reyndist hann hafa fengið 97% og veðrið fór óðum versnandi vestan stynningskaldi og miklar rokur. Töldum við því rétt að leggja í hann og höfðum þá beðið í rúma þrjá tíma á Skjöldólfsstöðum.
Við hjónin höfðum sammælst um að fara rólega og höfðum fyrir okkur m.a. dæmi Hjartar Grétarssonar, þegar hann fór til Akureyrar í fyrrahaust. Voru því 70 km meðalhraðinn á þessari leið eða jafnvel minna, því að vindurinn var í fangið og stundum riðu yfir þvílíkar hviður að bíllinn hægði verulega á sér.
Eftir því sem við færðumst ofar versnaði veðrið og fannst mér það einna líkast fárviðri á tímabili. Samkvæmt hæðarmæli farsímans fórum við hæst í 673 m hæð.
Við komum að Fosshótelinu við Mývatn kl. 17:05 og höfðum verið á ferðinni í rúman hálfan annan tíma. Höfðum við þá ekið 117 km. Áttum við þá eftir 18% af hleðslu og rúmlega 20 km samkvæmt giskaranum. Sýnir það og sannar hvað vindmótstaðan og hraðinn hafa mikil áhrif.
Við hótelið var svo hvasst að varla var stætt.
Við stönsuðum þar í um 40 mínútur á meðan við hlóðum í 94%.
Til Akureyrar komum við um kl. 19:30, en þangað eru rúmlega 100 km og fór ekki að lygna að ráði fyrr en við áttum u.þ.b. 40 km ófarna.
Eftir góða dvöl hjá vinahjónum okkar, Herði Geirssyni og Björgu Einarsdóttur, héldum við heim á leið upp úf hádegi daginn eftir. Var enn tekið mið af leiðbeiningum Hjartar og hraða stillt í hóf á Öxnadalsheiðinni sem nær 551 m. hæð, enda var framan af stífur mótvindur.
Við hlóðum bílinn í Varmahlíð, Blönduósi og í Staðarskála. Áttin var vestanstæð og allhvass vindur sem tók talsvert í og á Holtavörðuheiðinni voru samkv. Veðurlýsingu um 15 m/sek.
Enn var hlaðið í Borgarnesi eftir dálitla bið og hittum við Kanamanninn sem var hinn ánægðasti þar sem hann gat skvett á Renaultinn þótt Nissan hlæði um leið. Hann sagðist hafa sloppið yfir Mörðudalsöræfin áður en hvassviðrið skall á.
Á Seltjarnarnes komum við um kl. 22:00 eftir viðkomu í verslun.
Niðurstöður
Það virðist vissulega hægt að fara hringinn á flestum ef rafbílum sem eru með 27 kw rafhlöðu. Þó er næstum því hæpið að fullyrða að hringurinn sé opinn á meðan ástandið á Skjöldólfsstöðum er eins og raun ber vitni. Þeir sem eru hvað jákvæðastir geta þó glaðst yfir kyrrðinni á Skjöldólfsstöðum, náttúrunni og góðri kjötsúpu sem þar er framreidd.
Við vorum heppinn að mörgu leyti. Við þurftum einungis þrisvar að bíða eftir hleðslu og í tvö skipti innan við 10 mínútur.
Allar 14 hleðslustöðvarnar voru í góðu lagi. Þegar við höfðum samband við Orku náttúrunnar fengum við góða úrlausn mála og á starfsfólkið þakkir skyldar.
Við eyddum um 9 klst við hleðslustöðvar og ókum 1.551 km.
Þegar við lögðum af stað í ferðina var meðaleyðslan um 16,1 kwst á 100 km. Í ferðalok var hún orðin 16,5 km. Er það talsvert ef miðað er við suma aðra bíla sem eru með svipaðar rafhlöður, en það segir þó sína sögu um veðurskilyrðin og landslagið.
Flokkur: Bloggar | 11.7.2018 | 15:29 (breytt 14.7.2018 kl. 16:10) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.