Hvað gerir Bankasýsla ríkisins?

Orð Katrínar Jakobsdóttur í fréttum Ríkisútvarpsins áðan eru merkileg, en þar lét hún að því liggja að hugsanlega yrði um trúnaðarbrest að ræða milli stjórnvalda og bankaráðanna.
Hvað ætli bankasýslan hafi verið að sýsla um leið og bankastjórnirnar dunduðu sér við að hækka laun bankastjóranna í stað þess að fara að tilmælum Benedikts Jóhannessonar? Hefði ekki mátt ætlast til þess að bankasýslan fylgdi tilmælunum eftir?

á vefsíðu stofnunarinnar er erfitt að sjá að henni hafi borið skylda til að vara við því sem gerðist í bönkunum enda fátt eða ekkert fjallað um eftirlit hennar með rekstri bankanna.
Bankasýslan er í raun eins og tannlaus maður!
Hvað ætli Bankasýsla ríkisins hafi verið að sýsla um leið og bankastjórnirnar dunduðu sér við að hækka laun bankastjóranna í stað þess að fara að tilmælum Benedikts Jóhannessonar? Hefði ekki mátt ætlast til þess að bankasýslan fylgdi tilmælunum eftir?

á vefsíðu stofnunarinnar er erfitt að sjá að henni hafi borið skylda til að vara við því sem gerðist í bönkunum enda fátt eða ekkert fjallað um eftirlit hennar með rekstri bankanna.
Bankasýslan er í raun eins og tannlaus maður!

Svo er um fleiri stofnanir. Iðulega eru lög þannig úr garði gerð að erfitt er að beita þeim til hagsbóta þeim sem brotið er á.
Þannig var það um síðustu aldamót þegar ljóst var að Reykjavíkurborg ætlaði að leggja niður blindradeild Álftamýraskóla.
Skrifstofustjóri Menntamálaráðuneytisins viðurkenndi fyrir mér að ráðuneytið bæri ábyrgð á menntun blindra barna. En þar sem ekkert stæði í lögunum um það væri ekkert hægt að gera ef sveitarfélögin stæðu ekki í stykkinu.

Er Bankasýslan slík stofnun?
Er ekki kominn tími til að menn fari að kanna skilvirkni opinberra stofnana og bæta hana?
Hugsanlega þarf skynsamt alþýðufólk sem er ekki úr hópi lögfræðinga til að skrifa fyrstu drög að breytingum á lögum sem verða þá skilvirk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband