Augljós merki sjaldnast virt

Sama sagan gerist aftur og aftur í íslensku samfélagi án þess að brugðist sé við.

Þegar fyrirtæki fara að safna skuldum og hætta jafnvel að greiða framlag í lífeyrissjóði er eitthvað að - já, eitthvað alvarlegt á seyði.

Óþarft er að taka dæmi af þeim fjölda fyrirtækja hér á landi sem hafa verið úrskurðuð gjaldþrota löngu eftir að staðreyndir blöstu við.

Það er dæmi gert að eigendur róa lífróður til þess að bjarga því sem bjargað verður og enda oftast nær með því að horfa á brunarústir þess sem þeir byggðu upp.

Öryrkjabandalag Íslands þurfti að horfast í augu við að staða fyrirtækisins Glits var miklu verri en lýst var yfir af fyrri eigendum og hið sama blasir nú við að verið hafi hjá wow.

Enginn gleðst yfir því hvernig komið er. Væri ekki réttara að hefjast handa fyrr þega séð er hvert stefnir? Nú verður fjöldi einstaklinga fyrir stórtjóni auk ríkisfyrirtækis.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband