Engir eru samkynhneigðir í Persíu

Það var athyglisverð frásögn í fréttum Ríkisútvarpsins í morgun um fund persneska forsetans með bandarískum háskólanemum í gær.

Rektor háskólans hóf fundinn með því að skamma forsetann og kalla hann öllum illum nöfnum. Taldi hann að forsetinn bæri öll einkenni grimms einræðisherra.

Forsetinn hélt því fram að ekkert samkynhneigt fólk væri í Persíu. Ætli þessir tveir, sem teknir voru af lífi um daginn, hafi verið þeir síðustu?

Ekki þarf að grúska lengi í bókmenntum þessa heimshluta eða ræða við fólk til þess að komast að því að þarr er um fremur algenga samfélagshneigð að ræða. Félagsfræðingar hafa reynt að útskýra þetta með þeim hömlum sem Islam leggur á samskipti kynjanna. En fleira kemur til sem ekki verður rakið hér.

Forseti Persa afhjúpaði sig rækilega með þessu svari sínu í gær. Þetta minnir mig óþægilega á samskipti mín við sendiherra Norður-Kóreu fyrir rúmum 20 árum. Hann kom hingað og hélt nokkra fundi. Á einum þeirra forvitnaðist ég um fatlað fólk í Norður-Kóreu. Ég fékk þau svör að þar væri ekkert fatlað fólk og voru Íslendingar, sem höfðu farið þangað, kallaðir til vitnis og spurðir hvort þeir hefðu séð fatlað fólk á förnum egi. Þeir neituðu því.

Ég færðist þá í aukana og bað sendiherrann að útvega skýrslu um málefni fatlaðra.

Náungi þessi kom nokkrum sinnum eftir þetta til landsins. Hann hætti að halda opinbera kynningarfundi og bauð einungis nokkrum útvöldum. Ég var ekki þeirra á meða og saknaði þess svo sem ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband