Krabbamein í blöðruhálskirtli, fyrri hluti viðtals við Hauk Lárus Hauksson

Þá er fyrra viðtalið við Hauk Lárus Hauksson komið á síðuna. Vonandi hafa einhverjir gagn af því.

Fróðlegt væri að heyra viðbrögð hlustenda og skoðanir á því hvort hljóðskrár sem þessar eigi erindi við almenning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Hlustaði á þetta og margt er áhugavert við það.

Ég hef þó einkum áhuga á því hvernig útvarp kemur út í bloggi.

Hvað með útvarpið (podcastið) sem Mogginn býður upp á?

Ert þú þar?

Hvað eru skrárnar stórar? T.d. þetta viðtal.

Bara forvitni. Ef þú svarar hér í athugasemd þá mun ég eflaust sjá það fljótlega.

Sæmundur Bjarnason, 27.9.2007 kl. 01:16

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Sæmundur spyr um stær hljóðskránna. Ég set hljóðskjölin in á mp3-sniði, 256 bitum (víðóm). Hljóðskjalið sem nú er á síðunni er um 17 mb. Morgunblaðið býður bloggurum 50 mb svo að ég hef ákveðið að birta einungis eitt hljóðskjal á viku. Hins vegar hef ég hug á að þróa þetta frekar og mun þá gera ráðstafanir til aðafla mér meira geymslurýmis. Ég starfa ekki sem hlaðvarpsmaður hjá Morgunblaðinu. Sem stendur er ég án fastrar atvinnu.

Arnþór Helgason, 27.9.2007 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband