Kínversk menningarhátíð í Kópavogi og útarpsþáttur í kvöld

Nú stendur yfir kínversk menningarhátíð í Kópavogi. Upphafið má rekja til fundar sem við Baldur Hjaltason, formaður Íslensk-kínverska verslunarráðsins og Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri ráðsins, héldum með Gunnari Birgissyni, bæjarstjóra, í desember 2005. Fljótlega fóru hjólin að snúast eftir það.

Á laugardag var opnuð sýning kínverskra fágæta frá Wuhanborg. Hafa vafalaust aldrei verið sýndir jafngamlir gripir hér á landi og getur að líta á sýningu Gerðarsafns. Mikið yndi fyrir augað. Menn standa agndofa frammi fyrir þessum fornu menningarverðmætum sem urðu til meira en 2.000 árum fyrir byggð Íslands.

Á menningarhátíðinni verða fyrirlestrar í Bókasafni Kópavogs, listfimleikasýningar í Versölum og tónleikar í Salnum. Flestir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi.

Í kvöld og mánudagskvöldið kemur verður síðan útvarpað hljóðriti Ríkisútvarpsins af tónleikum Tan Longjian kvartettsins sem haldnir voru í Seltjarnarneskirkju 6. september í fyrra. Kvartettinn flytur forna hirðtónlist. Ekki er vitað til þess að þessari tónlist hafi verið útvarpað áður, Jafnvel í Kína hefur hún vart heyrst á öldum ljósvakans.

Það er yndislegt að fá að taka þátt í þessu menningarvafstri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband