Árið 1966 ef ég man rétt tók ritstjóri fylkis sig til og birti eftir sig ljóð í blaðinu undir skáldaheitinu Örn hins kalda norðurs.
Hann hætti því hið snarasta þegar ritstjóri Eyjablaðsins birti grein í blaði sínu þar sem hann greindi frá því að nú væri ritstjóri fylkis farinn að ganga andlegra örna sinna í blaðinu.
Ég hef sagt fjölmörgum þessa sögu og þykir flestum hún jafnskemmtileg og mér. Í fyrravor sagði ég ungum manni frá Vestmannaeyjum þessa sögu. Þá brá svo við að hann hló ekki svo að ég spurði hvort hann vissi hvað "að ganga örna sinna" þýddi. Já, hann vissi að það þýddi að fá eitthvað staðfest. Ég leiðrétti piltinn og kom þá í ljós að hann hafði aldrei heyrt máltækið.
Að undanförnu hef ég hitt fólk á aldrinum frá tvítugu til fimmtugs og fáir hafa þekkt þetta orðtak.
Til eru ýmis orðtök um að ganga örna sinna svo sem að hægja sér o.fl. Langamma mín vildi vera kurteis og talaði um að kýrnar kúkuðu. Það var of gróft að tala um að þær skitu.
Sennilega þarf að leggja meira kapp en hingað til á að kenna ungu fólki ýmis orðtök sem fegra málið og gera það fjölbreyttara. Að svo mæltu hlýði ég kalli líkamans, fer á náðhúsið og geng örna minna.
Flokkur: Dægurmál | 27.10.2007 | 13:04 (breytt 28.10.2007 kl. 10:45) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319698
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.