Kvikmyndin Heiðin og vindurinn

Ekki getég nú sagt að söguþráðurinn í Heiðinni hafi rist djúpt eða hafi verið merkilegur. Sáralítið gerðist í myndinni og framvindan var of hæg.

Þó verður að segjast sem er að sum samtölin voru vel skrifuð og hnittin. Gaman var að fylgjast með frammistöðu okkar öldnu leikara, Jóns Sigurbjörnssonar og Gunnars Eyjólfssonar. Hljóðritun samtalanna hefi mátt vera betri og framsögn yngri leikaranna skýrari.

Konan mín og vinkona okkar höfðu gaman af myndatökunni sem þeim þótti að flestu leyti góð. Ég hafði gaman af hljóðinu og dáðist mest af því hvernig vindurinn lék sitt fjölbreytta hlutverk sem fólst í því að skapa vissan andblæ og ýta undir spennuna sem skapaðist í lokin.

Þótt Heiðin sé ekki stórlistaverk held ég að hún muni lifa framtíðina af og menn eigi eftir að hafa gaman af henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband