Gleymska formanns Framsóknarflokksins

Í dag fordæmdi Guðni Ágústsson ríkisstjórnina fyrir að svíkja gefin loforð við öryrkja og aldraðra.

Árið 1995 stóð framsóknarflokkurinn að því að bótum almannatrygginga var kippt úr sambandi við launa- og verðlagsvísitölu. Ekki mátti bæta kjör aldraðra og öryrkja til jafns við þær kjarabætur sem samið hafði verið um. Hvers vegna?

Árið 1998 neitaði Framsóknarflokkurinn að viðurkenna að tilteknar greinar um skerðingu bóta vegna tekna maka fengist ekki staðist stjórnarskrána. Höfða varð mál sem heilbrigðisráðherra tapaði.

Þrátt fyrir dóm Hæstaréttar afnam Framsóknarflokurinn ekki allar skerðingar tryggingabóta við tekjur maka. Þetta bitnaði fyrst og fremst á konum!

Hinn 25. mars 2003 gerði Framsóknarráðherra f.h. ríkisstjórnar samkomulag við Öryrkjabandalag Íslands um aldurstengda örorkuuppbót. Það loforð sveik flokkurinn síðar um haustið.

Í lögunum, sem Framsóknarflokkurinn stóð fyrir að samþykkt voru á Alþingi vorið 2004 var endurskoðunarákvæði sem flokkurinn hirti ekki um að virða eins og til stóð.

Framsóknarflokkurinn fór með heilbrigðis- og tryggingamál á árunum 1995-2007. Fyrri hlutinn einkenndist af kjarakerðingum og hinn seinni af sviknum loforðum Framsóknar.

Það er enginn meiri af að svíkja loforð eða af því að velta sér upp úr sams konar svikum annarra.


mbl.is Guðni: Það er runnin upp ögurstund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband