Fótboltinn og Hallgrímskirkja

Í kvöld ætluðum við hjónin að hlusta á orgelleik Harðar Áskelssonar í Hallgrímskirkju, en dagskráin var fýsileg og maðurinn snilldar organleikari.

Við gripum í tómt. Eftir nokkra eftirgrennslan hittum við Hörð og tjáði hann okkur að ákveðið hefði verið að flýta þessum sunnudagstónleikum og hinum næstu til kl. 17 vegna fótboltans í sjónvarpinu. Hann sagði að fyrir nokkrum árum hefðu komið næstum engir ferðamenn á tónleika sem kepptu við sjónvarpsfótboltann en í dag hefðu komið nokkrir. Kvaðst hann ekki viss um hvort þetta hefði verið rétt ákvörðun.

Við gátum svo sem sjálfum okkur um kennt vegna þess að við höfðum ekki lesið bæklinginn nægilega vel og vanin ræður miklu.

Nágrannakona okkar sagði áðan: “Andskotans fótboltinn!” Hún hefur greinilega fengið nóg af íþróttadekrinu eins og fleiri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þarftu enndilega að hnýta í fótboltann maður?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.6.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband