Elías Davíðsson flyst úr landi

Í kvöld hringdi Elías Davíðsson til mín og kvaddi mig. Fjölskyldan hefur ákveðiðað flytjast til Þýskalands og setjast að í Bonn.

Við Elías höfum þekkst í rúma þrjá áratugi. Hann hefur ekki ævinlega farið alfaraleiðir en jafnan byggt skoðanir sínanr á mönnum og málefnum á gaumgæfilegum athugunum. Elías hefur sett svip sinn á mannlífið hér á landi, hið pólitíska og menningarlega.

Elías Davíðsson hefur náð fágætu valdi á íslenskri tungu og lokið upp augum margra fyrir ýmsu sem ella hefði framhjá farið.

Ég óska þeim Yvonno og Davíð alls góðs í nýju landi. Ákveðinn tómleiki grípur mig þear ég hugsa til þess að Ísland sé nú án þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eftirsjá af Elíasi. Íslenskt ameríkanserað smáborgaraþjóðfélag var ekki tilbúið fyrir Elías Davíðsson. Hann var of stór. Ég sömu leiðis óska honum alls góðs.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 00:57

2 identicon

Ég tek svo sannarlega undir þetta. Ég sá þetta fyrst síðastliðna nótt er ég fór á heimas. Ég notaði tækifærið og sendi honum bréf þar sem ég lýst allt of síðbúinni aðdáun minni á framtaki hans í mótmælum sínum við Utanríkisráðuneyti Íslands meðan við tókum þátt í hinu grimmilega viðskiptabanni á Íraka.

Ari Tryggvason

Ari Tryggvason (IP-tala skráð) 29.8.2008 kl. 02:40

3 identicon

Bið þig að skila kveðju minni til Elíasar Davíðssonar. Hef því miður ekki séð hann í mjög mörg ár, eða siðan hann var í Basel. Kv. Haukur

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og átta?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband