Konan hafði atvinnuleyfi í Svíþjóð. Eiginmaðurinn hafði kynnst Íslendingum vegna samstarfs um hjálparverkefni í Kenía. Hann leitaði því hingað þegar svarf að eftir kosningarnar og hélt að hann fengi pólitískt hæli hér. Hvar er nú norrænt samstarf? Hvar er nú bræðrahugurinn í garð þeirra sem við teljum okkur vera að aðstoða?
Íslendingum er einhvern veginn fyrirmunað að búa til þannig embættismannakerfi að það vinni fyrir fólkið. Fólk rekst hvarvetna á veggi. Það verður að fara hingað og þangað til þess að leita réttar síns. Enginn bendir þér á rétt þinn. Þetta er eins og verstu sögurnar sem heyrðust frá Ráðstjórnarríkjunum á síðustu öld.
Það læðist að mér sá grunur að því minna sem þjóðfélagið er þeim mun flóknara verði það á sumum sviðum.
Ég hef sjálfur örlitla reynslu af útlendingastofnun. Ég reyndi ásamt félögum mínum að liðsinna erlendri konu, sem stödd var hér á landi vegna menningarverkefnis. Aldrei tókst að hafa tala af þeim starfsmanni útlendingastofnunar sem sá um mál konunnar og aldrei lét stofnunin svo lítið að svara tölvupósti.
Þessi kona varð fyrir hinu sama og Páll Ramses. Bréf frá stofnuninni bárust henni ekki og allt í einu var hún orðin eins konar sakamaður.
Yfirmaður dómsmála í landinu hlýtur eftir allar ábendingarnar sem honum hljóta að hafa borist að láta rannsaka hvar pottur er brotinn hjá stofnuninni. Eitthvað er að.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 4.7.2008 | 13:03 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.