Borgarstjóri ræðir sjálfur við umsækjendur um starf mannréttindastjóra

Í dag hringdi til mín blaðamaður frá Fréttablaðinu. Ég varð hálfhissa að heyra í honum enda vinn ég á öðru blaði um þessar mundir, Morgunblaðinu.

Blaðamaðurin spurði mig hvort ég vissi eitthvað um ráðningu í stöðu mannréttindastjóra Reykjavíkur, en umsóknafrestur rann út 26. maí eða fyrir rúmum 6 vikum. Sagðist hann hafa séð nafn mitt á meðal umsækjenda.

Ég sagðist ekkert hafa frétt. Tjáði hann mér að frést hefði að allmargir hefðu sótt um stöðuna, skólafólk, fólk með ýmsar háskólagráður o.s.frv. Talað hefði verið við örfáa og hefðu nú tvær konur verið valdar úr hópi umsækjendanna. Yrði væntanlega gert upp á milli þeirra innan skamms.

Hann sagði að það vekti bæði gremju og undrun margra umsækjenda að þeir hefðu ekki verið virtir viðlits. Þá hefur það einnig valdið urgi nokkrum að borgarstjóri tók sjálfur atvinnuviðtölin.

Ég gat svo sem litlu svarað. Sagðist ég auðvitað telja mig vel að þessari stöðu kominn, ef ég yrði valinn, en hann væri greinilega að segja mér að ég yrði tæplega fyrir valinu.

Sennilega er ég einn þeirra sem er svo óhæfur til starfsins að ég verð hvorki virtur viðtals né ráðningar annarrar en þeirrar ráðningar að verða ekki valinn til starfsins. Þó eru ekki mjög margir á Íslandi sem hafa komið að vörslu mannréttinda með sama hætti og þeir sem eiga sér þann starfsferil sem ég get státað af.

Það er sama sagan. Æ ofan í æ fæ ég að heyra að ég hafi starfað á of takmörkuðum vettvangi.

Nú er einungis að bera þá von í brjósti að stjórnendur Reykjavíkurborgar skaði hvorki sjálfa sig né aðra með næstu ráðningu. Sú ráðning gæti snúist upp í ráðningu sem borgarstjóri veitti meirihlutanum og drægi enn úr fylgi Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband