Stórkostlegt afmæli og Flístríóið

Rósa Þorsteinsdóttir, sem ræður miklu á Árnastofnun, varð fimmtug í gær og hélt upp á það með fjölmeni og mikilli reisn. Var það hin mesta skemmtan.

Eftir að menn höfðu notið góðrar dagskrár brast á dans með Flístríóinu og Sigtryggi Baldurssyni eða Magnasyni, man aldrei hvor er hvor. Ég spurði Elínu, þar sem við dönsuðum af lyst, hvort mér heyrðist rétt að Davíð Þór Jónsson léki á Farfísa-orgel. Reyndist það vera rétt, Farfisa Compact, eins og mér fannst ég hafa heyrt.

Leikin voru gömul og góð lög frá síðustu öld, misöldruð. Dálítill glamurtónn var í Farfísunni og hefur hann ef til vill átt að vera þannig. Sem gamall Farfísueigandi veit ég að hljóðin úr þessum orgelum gátu verið mun fegurri. En mikið skrambi var þetta skemmtilegt.

Samt sem áður sé ég ekki eftir að hafa gefið Jóni Ólafssyni Farfísuna mína en hún var frá árinu 1974 en ekki 1966 eins og mín fyrsta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband