Þögnin er silfur, talið gull

Það virðast margir bloggarar jafnhugmyndaríkir og ég. Þessi pistill átti að hefjast á tilvitnun í kvæði Gríms Thomsens, Goðmundur á Glæsivöllum. Þegar ég fletti upp tilvitnunum í kvæðið sá ég að fleira fólki hafði dottið hið sama í hug og ér og þess vegna fjallar þessi pistill um þögnina.

Opinber embættismaður, sem kjörinn var til starfa í bæ nokkrum á Íslandi og misst hefur stuðning samverkamanna sinna, gengur nú um og vorkennir sjálfum sér. Það kemur ekki á óvart, enda verður þeim, sem þykjast hart leiknir, einatt að aumkast yfir sjálfa sig. Áður en þeir grípa til þess þurfa þeir að kannast við hvort þeir hafi misst traust manna að ósekju eða átt nokkurn þátt í því sjálfir. Embættismaðurinn virðist því miður ekki sjá bjálkana í báðum augum en mænir á físarnar í augum samverkamannanna. Það er gömul saga og ný.

Þessi opinberi embættismaður sendir nú eitraðar örvar í allar áttir. Hræddur er ég um að þær missi marks enda boginn brostinn og strengurinn ónýtur.

Því minna sem embættismaðurinn bregður fyrrum samverkamönnum sínum um óheilindi því sterkari verður hann.

Tali hann meira og haldi áfram á þessari braut fyrirgerir hann pólitískri framtíð sinni og frama, enda virðist hann nú rýja sig öllu fylgi.

Að leikslokum verður spurt hver hafi blekkt hvern og hvers vegna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband