Óskir uppfylltar

Birgir Þór hefur gist hjá okkur undanfarnar nætur. Er það í fyrsta sinn sem hann er svo lengi hjá okkur.

Hann velti fyrir sér við foreldra sína hvað hann gæti nú gert með ömmu. Úr varð að þau Elín amma bjuggu til dagatal. Fjöldi daga og nótta var merktur inn á dagatalið og hvað gera skyldi.

Í gær var strætódagur og tókst að uppfylla þá ósk. Í dag var hjólreiðadagur. Þegar barnastóllinn hafði verið settur á Orminn í morgun fór að hellirigna. Féllst snáðinn á að fresta brottför.

Snáðinn vakti athygli ömmu sinnar á því um tvöðleytið að nú væri hætt að rigna og var því búist til ferðar. Var hjólað út að Bakkatjörn og fuglunum gefið brauð. Þá var haldið sem leið lá þvert yfir nesið, meðfram Norðurströndinni og heim. Stynningskaldi var á og fannst snáðanum kalt að sitja í stólnum. Kvartaði hann við okkur undan vindhviðunum.

Heim komumst við heilu og höldnu og ekki mjög vot. Tekist hafði að uppfylla allar óskirnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband