Miskunnarleysi fjármagnseigandans

fjármálavaldið fer ekki í manngreinarálit. Það ætti Morgunblaðið ekki heldur að gera með því að leggja áherslu á lömun bóndans í fyrirsögninni. Mergurinn málsins er sá að maðurinn er sviptur sérstaklega útbúnum tækjum og því hefði átt að orða fyrirsögnina með öðrum hætti. Það er ekki ástæða til að sérgreina fólk í fyrirsögnum eftir fötlun eða kynhneigð svo að dæmi sé tekið.

Ég velti fyrir mér hvort hjálpartækin séu ekki eign Tryggingastofnunar ríkisins og hvort ekki beri þá að taka þau úr þeim tækjum sem hirt voru.

Sé ætlunin að gera Ástþóri Skúlasyni kleift að greiða skuld sína við Lýsingu er þessi aðgerð afar heimskuleg, álíka heimskuleg og að reka mann úr vinnu fyrir að standa ekki í skilum við skattinn.


mbl.is Lamaður bóndi sviptur sérbúnum vélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband