Fleiri hafa tekið eftir þessu. Þannig benti kona nokkur mér á að sjaldan væru gerðar athugasemdir við fréttir um málefni fatlaðra þegar mbl.is birtir um þær fréttir.
Fatlað fólk er minnihlutahópur hér á landi. Ýmsu hefur þokað áleiðis í málum hans að undanförnu em margt er þó ógert. Lög um málefni fatlaðra tryggja hópnum ekki raunverulegt jafnrétti og illa hefur fötluðu fólki gengið að reka réttar síns jafnvel þótt gróflega sé á því brotið.
Þótt hinn almenni borgari víki sér undan að hafa áhuga á þessum málum er samt rétt að hvetja fatlað fólk til að berjast áfram fyrir rétti sínum.
Á síðu þessari er birt bréf til forstjóra Vinnumálastofnunar ríkisins. Einhvern tíma hefði það þótt frétt ef komið hefði í ljós að ljósmæður gætu ekki greitt atkvæði með rafrænum hætti vegna þess að atkvæðaseðillinn væri með svo meinlegum villum að hann teldist ógildur. Hið sama má segja um eyðublöð Vinnumálastofnunar og fleiri fyrirtækja og opinberra stofnana. Þau eru flest óaðgengileg og því ætti það að vera skylda íslenskra fjölmiðla að fjalla um þessi mál á opinskáan hátt.
Óaðgengileg eyðublöð valda fötlun. Aðgengileg eyðublöð upphefja hana. Því aðgengilegra sem þjóðfélagið er á öllum sviðum því minni verður kostnaður þess vegna almannatrygginga. Viðhorf valda líka fötlun. Það á bæði við um konur og fatlað fólk.
Sennilega þarf að huga alvarlega að því að stofna ný baráttusamtök fatlaðra og verði helsta verkefni þeirra aðgengi í raun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 18.9.2008 | 07:30 (breytt kl. 08:57) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319702
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er sem ég segi...að tala um þessi málefni er eins og að lemja hausnum við vegg. Sumir bera við sig hræðslu um að segja eitthvað vitlaust, öðrum er alveg sama og enn öðrum hentar að segja sem minnst. Þetta viðgengst ekki lengur í Bretlandi og því síður í USA þ.e. ef eitthvað er gert í málinu. Fatlaður einstaklingur hefur í öllum tilvikum unnið þau mál sem hann hefur sótt fyrir rétti hvað varðar aðgengi að upplýsingum.
Sigrún (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.