Óheilindi í garð ljósmæðra

Þegar ljósmæður börðust fyrir rétti sínum sem fólst m.a. í því að þær fengju sambærileg laun og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem höfðu svipaða menntun, stóð ekki á stuðnigsyfirlýsingum hvaðanæva að. Læknar, hjúkrunarfræðingar og ýmis verkalýðsfélög lýstu yfir stuðningi við þær og þjóðin virtist sammála um að kröfur þeirra væru réttmætar.

Nú þegar gengið hefur fallið og kjarasamningar virðast ekki standast, vísa sumir forkólfar launamanna til samninganna við ljósmæður sem fyrirmyndar. Þetta gera læknar einnig.

Þegar miðað er við þá stöðu sem ljósmæður voru í áður en samningar náðust verður ekki sagt annað en að um mikil óheilindi sumra leiðtoga launamanna sé að ræða. Ljósmæður náðu nokkru fram því að menn vildu rétta hlut þeirra gagnvart læknum og fleiri háskólastéttum. Því verður ekki séð að læknar þurfi að rétta hlut sinn gagnvart ljósmæðrum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband