"Það er svo geggjað að geta hneggjað"

Ég gluggaði áðan í bókina Gamlar syndir eftir Flosa Ólafsson, þann mæta háðfugl og skemmtikraft. Formála bókarinnar reit Kjartan Ólafsson, fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, enda er hér um greinasafn Flosa úr Þjóðviljanum að ræða.Í formálanum víkur Kjartan að þeim áhrifum sem Flosi hafi haft á málfar þjóðarinnar með tungutaki sínu og nefnir að lýsingarorðið geggjaður hafi fengið aðra merkingu eftir að Flosi söng hinn skemmtilega texta sinn við eigið lag.

Ef ég man rétt var þetta merka ljóð frumflutt um eða eftir árið 1970. Nokkrm árum áður, eða í maí 1967, átti ég leið upp í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja. Veðrið var yndislegt og við á leið í einhvern aukatíma ef ég man rétt. Kennarinn var ekki kominn og ásamt okkur tvíburunum beið m.a. bekkjarsystir okkar, Gyða Arnmundsdóttir. Henni leist vel á veðrið og sagði: "Mikið ógeðslegega er veðrið geggjað."

Sannar þessi frásögn að lýsingarorðið geggjaður var þá þegar orðið þeirrar merkingar að lýsa yndisleik þess sem fyrir augu og eyru bar.

Að vísu finnst mér veðrið hálfgeggjað um þessar mundir, norðan vindbelgingur og kuldahryssingur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband