Ónákvæmt orðalag og hættulegar beinar útsendingar

Ýmsum þótti Davíð Oddsson standa sig vel á þriðjudaginn var. Hins vegar duldist fáum að skilja mátti orðalag hans um skuldir bankanna og óreiðumenn á ýmsan hátt.

Nú er Davíð ekki lengur stjórnmálamaður heldur embættismaður. Sem slíkur þarf hann að vanda málfar sitt og velja vandlega þau orð sem hann notar.

Þegar jafnstóralvarleg mál eru á döfinni sem þau sem Davíð hefur vélað um að undanförnu á hann ekki að hætta sér í beinar útsendingar.

Þá ætti hann að tala íslensku í samskiptum við erlenda fjölmiðla og ráðamenn og nota túlk. Það var allt að því skelfilegt að hlusta á tafsið í honum á Bloomberg-vefnum og hver veit nema misskilningurinn hafi orðið til þar.Reyndur embættismaður sagði um helgina að hann treysti Árna Mathiesen til að gera sig skiljanlegan við ráðamenn í Washington. "En Guð hjálpi okkur ef Davíð hefur orð fyrir sendinefndinni sem fer til Moskvu."

En lítilmótleg framkoma Gordons Brown er samt ekki sök Davíðs Oddssonar.


mbl.is Hvað sagði Davíð?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband