Hver trúir framar Seðlabankanum eða fjármálaráðherra?

Hvernig var síðasta vaxtalækkun stýrivaxtana skýrð? Átti hún ekki að hjálpa atvinnuvegunum á viðsjártímum?

Úr því að krónan hrundi við 15% vaxtastig duga 18% ekki til að lífga hana við. Hverjum á nú að koma til hjálpar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki verið að bjarga þeim sem eiga peninga, mér sýnist allt snúast um að koma gjaldeyrisviðskiptum aftur af stað, það virðist vera það eina sem á að gera og það á svo að bjarga öllu. Er ekki verið að reyna að koma af stað aftur sams konar hlutum og komu öllu í kalda kol um daginn, ég held að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn sé einhvers konar framlenging á þessum kapítalísku viðhorfum sem settu allt á annan endann. Reyndar er það svo að þetta er þessi nýi kapítalismi sem snýst um gróðann gróðans vegna, ég fæ ekki séð að annað búi að baki hjá þessum gjaldeyrissjóði en halda áfram að hafa opið veiðileyfi á okkur aftur fyrir menn sem eru blindaðir af gróðasjónarmiðunum einum. Skortsölur eru gott dæmi um þess háttar hugsunarhátt, þar er farið af stað til þess eins að græða og það er fyrirfram gefið að einhver borgar brúsann, engin framleiðsla eða framleiðsluaukning er í svoleiðis aðstæðum enda virðist þar tilgangurinn helga meðalið. Því miður virðist ríkisstjórnin og seðlabankinn ekki kæra sig um aðrar leiðir, vernda það sem eftir er af fjármagnseigendum, hvað sem um aðra verður. Reyndar hafa þeir nú sem betur fer yfirleitt bjargað sér á endanum.

Sigurður Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband