Sólskinsdrengurinn

Við hjónin fórum í kvöld og sáum myndina Sólskinsdrenginn.

Myndin lýsir baráttu foreldra einhverfs drengs við að kynnast syni sínum og leita leiða til þess að rjúfa einangrun hans. Í myndinni er brugðið upp svipmyndum af kennslu einhverfs fólks og getið um einhverfa einstaklinga sem hafa náð langt vegna hæfileika sinna.

Myndin er áhrifarík og um leið skemmtileg. Hún er vel fallin til að brjóta niður ýmsa fordóma - ekki einungis gagnvart einhverfu fólki heldur öðrum með ýmiss konar fötlun.

Móðir drengsins segir í myndinni að einhverft fólk sé fangar fötlunar sinnar og hjálpa verði því að brjótast út úr fangelsi sínu.

Ótrúlega margir í samfélagi okkar eru fangar aðstæðna sem oft þarf lítið til að vinna bug á. "Vilji er allt sem þarf" segir í alþekktu ljóði. Sá vilji verður að vera samfélagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband