Aldraðir og öryrkjar reyna að koma sparnaði sínum undan

Á þessari síðu hefur verið vakin athygli á þeirri ofursköttun sem viðgengst á aldraða og öryrkja með því að veita engan afslátt af fjármagnstekjur en rýra um leið bætur almannatrygginga um þriðjung teknanna.

Þrátt fyrir viðleitni ríkisstjórna Samfylkingarinnar til að rétta hlut þessa hóps virðist þarna hafa verið framið alvarlegt glappaskot. Í leiðara Morgunblaðsins er m.a. vakin athygli á því í dag að jafnvel verðbæturnar teljist til fjármagnstekna eins og fram kom í blaðinu í gær. Þannig er þessi hópur hundeltur með íþyngjandi ráðstöfunum umfram aðra borgara þessa lands.

Vitað er til þess að nokkur hópur aldraðra og öryrkja hefur gert sérstakar ráðstafanir til þess að koma meginhluta sparnaðar síns undan. Hér verður ekki upplýst hvaða aðferðum er beitt. Haft var samband við mig í gær og mér greint frá því að með þessum hætti kæmist fólk væntanlega hjá skerðingum á bótum sínum.

Landsamband eldri borgara hefur aðeins látið í sér heyra vegna þeirra breytinga sem tóku gildi á lögum um almannatryggingar um áramótin og afnámu þann afslátt sem áður var á fjármagnstekjum. Hins vegar hefur ekkert heyrst frá samtöku fatlaðra. Það er sem forystumenn þeirra séu málstola.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband