Kosningafrumvarpið kemst ekki í gegn

Haft er eftir heimildarmanni á Alþingi að frumvarpið um breytingar á kosningalögum, þar sem gert er ráð fyrir rýmkun ákvæða um persónukjör, verði ekki afgreitt á yfirstandandi þingi. Mörg atriði frumvarpsins eru talin þurfa nánari skoðunar við. Þá hefur og verið bent á að frumvarpið gangi þvert gegn 29. gr samnings SÞ um málefni fatlaðra.

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum svaf Öryrkjabandalag Íslands á verðinum í þessu máli og höfðu menn þar enga hugmynd um þá aðför að mannréttindum sem fólgin er í frumvarpinu.

Vænta má þess að frumvarpið verði tekið til nánari skoðunar og hagsmunaaðilar hafðir með í ráðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Nú skil ég ekki...

Hér er umrædd 29 grein:

29. grein

  1. Hver maður hefur skyldur við þjóðfélagið, enda getur það eitt tryggt fullan og frjálsan persónuþroska einstaklingsins.
  2. Þjóðfélagsþegnar skulu um réttindi og frjálsræði háðir þeim takmörkunum einum, sem settar eru með lögum í því skyni að tryggja viðurkenningu á og virðingu fyrir frelsi og réttindum annarra og til þess að fullnægja réttlátum kröfum um siðgæði, reglu og velferð almennings í lýðfrjálsu þjóðfélagi.
  3. Þessi mannréttindi má aldrei framkvæma svo, að í bága fari við markmið og grundvallarreglur Sameinuðu þjóðanna.

 Hvernig í ósöpunum stangast frumvarpið á við þetta?

Púkinn, 12.3.2009 kl. 14:38

2 Smámynd: Arnþór Helgason

Ér er ekki um að ræða sáttmála SÞ heldur sáttmála SÞ um málefni fatlaðra. Sjá umfjöllun á

http://arnthorhelgason.blog.is/blog/arnthorhelgason/entry/822137/

Arnþór Helgason, 12.3.2009 kl. 16:09

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gott væri ef þú útskýrðir fyrir okkur við hvað þú átt hér nákvæmlega, Arnþór.

Þorsteinn Briem, 12.3.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband