Talandi Apple-tónstokkur

Þá er minnsti tónlistarspilari heims, Apple Shuffle, kominn á markaðinn og kostar 70 Bandaríkjadali í Bandaríkjunum. Spilarinn er með hugbúnaði sem getur sagt mönnum heiti laga, heiti lagalista og hægt er með auðveldum hætti að búa til nýja lagalista.

Spilarinn notar Itunes 8 til þess að hala niður tónlist. Vafalaust er það gert til þess að menn kaupi tónlistina eða séu a.m.k. með lögleg eintök. Þó kann að vera að fólk geti halað niður mp3-skrám af eigin tölvum og þá ætti Apple Shuffle að nýtast m.a. til að hlusta á hljóðbækur.

Síðast þegar ég las úttekt á Itunes vantaði dálítið upp á að það væri aðgengilegt blindu fólki, en það hlýtur að verða lagað. Þá sýnist mér á tæknilegum lýsingum á tækinu að auðvelt verði að þýða hugbúnaðinn á íslensku.

Þetta með tölvuþýðingarnar og íslenskt tölvutal er allalvarlegt mál. Vegna smæðar markaðarins er einatt erfitt að fá framleiðendur sérhæfðs búnaðar til þess að fallast á samvinnu um þýðingu talbúnaðar á íslensku. En markaðurinn hér á landi fyrir Apple Shuffle er nægilega stór til þess að slík þýðing borgaði sig. Mig minnir að fólk þurfi að hala niður talbúnaðinum af þeirri tölvu sem það notar og séu heiti laganna geymd sem Wave-skjöl. Þar með ætti vandinn að vera auðlestur. Sagt er að nú þegar hafi spilarinn á valdi sínu 14 tungumál.

Einu sinni sá ég Faðirvorið í lítilli bók á hótelherbergi. Var það á 25 helstu tungumálum heims. Vitanlega var íslenska þar á meðal.

Ítarlegar lýsingar á Apple Shuffle eru á heimasíðu Apple. Þar er skemmtilegt myndskeið með lýsingum á raddbúnaðinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hann er flottur, nýji spilarinn.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband